Erlent

Krefjast dauðadóms yfir frænda Saddams

Ali Hassan al-Majeed, öðru nafni Efnavopna-Ali.
Ali Hassan al-Majeed, öðru nafni Efnavopna-Ali. MYND/AP

Saksóknarar í Írak hafa krafist dauðadóms yfir frænda Saddams Hussein, sem þekktur er undir nafninu Efnavopna-Ali. Ali Hassan al-Majeed og fimm aðrir fyrrverandi ráðamenn í Bath flokknum eru nú fyrir dómi fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Kúrdum á áttunda áratur síðustu aldar. Krafist er dauðadóms yfir þeim öllum.

Í herferðinni gegn Kúrdum voru þorp þeirra lýst bannsvæði og jöfnuð við jörðu með loftárásum og stórskotahríð. Þúsundir þorpsbúa voru reknir frá heimilum sínum og fjölmargir teknir af lífi. Í réttarhöldunum viðurkenndi Ali að hafa gefið fyrirmæli um að drepa alla Kúrda sem ekki færu sjálfviljugir frá heimilum sínum. Hann sagði að það hefði verið réttmæt aðgerð og hann hefði ekkert gert sem hann þyrfti að biðja afsökunar á.

Ali fékk gælunafn sitt fyrir að beita efnavopnum gegn Kúrdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×