Framkoma Írana ófyrirgefanleg 1. apríl 2007 12:15 George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni. Níu dagar eru síðan sjóliðarnir fimmtán voru handteknir í ósum Shatt al-Arab á landamærum Írans og Íraks. Írönsk yfirvöld segja skip þeirra hafa siglt í óleyfi inn í lögsögu sína en breska ríkisstjórnin fullyrðir að sjóliðarnir hafi verið í íraskri lögsögu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður um afstöðu sína til deilunnar í gær. Hann sagði framkomu Írana með öllu ófsakanlega þar sem engar vísbendingar væru um að Bretar hefðu framið landhelgisbrot. Bush kvaðst því styðja bresku stjórnina fullkomlega og ekki yrði fallist á annað en að sjóliðarnir yrðu látnir lausir skilmálalaust. Þar vísaði forsetinn til hugmynda um að Bandaríkjamenn slepptu fimm Írönum sem þeir tóku fasta í Írak í ársbyrjun til að greiða fyrir lausn deilunnar. Hinum megin á hnettinum skaut Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti föstum skotum á bresku stjórnina. Hann sagði framgöngu hennar órökrétta og þvert á alþjóðalög og hún einkenndist öðru fremur af hroka og eigingirni. Lítið virðist þannig þoka í þessari erfiðu deilu. Formleg bréfaskipti ríkjanna um málið eru þó jákvætt merki um að þau eigi í viðræðum en í morgun staðfesti Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans að hann hefði fengið bréf frá starfssystur sinni í Bretlandi, Margaret Beckett, og yfir það yrði farið vandlega. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni. Níu dagar eru síðan sjóliðarnir fimmtán voru handteknir í ósum Shatt al-Arab á landamærum Írans og Íraks. Írönsk yfirvöld segja skip þeirra hafa siglt í óleyfi inn í lögsögu sína en breska ríkisstjórnin fullyrðir að sjóliðarnir hafi verið í íraskri lögsögu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður um afstöðu sína til deilunnar í gær. Hann sagði framkomu Írana með öllu ófsakanlega þar sem engar vísbendingar væru um að Bretar hefðu framið landhelgisbrot. Bush kvaðst því styðja bresku stjórnina fullkomlega og ekki yrði fallist á annað en að sjóliðarnir yrðu látnir lausir skilmálalaust. Þar vísaði forsetinn til hugmynda um að Bandaríkjamenn slepptu fimm Írönum sem þeir tóku fasta í Írak í ársbyrjun til að greiða fyrir lausn deilunnar. Hinum megin á hnettinum skaut Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti föstum skotum á bresku stjórnina. Hann sagði framgöngu hennar órökrétta og þvert á alþjóðalög og hún einkenndist öðru fremur af hroka og eigingirni. Lítið virðist þannig þoka í þessari erfiðu deilu. Formleg bréfaskipti ríkjanna um málið eru þó jákvætt merki um að þau eigi í viðræðum en í morgun staðfesti Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans að hann hefði fengið bréf frá starfssystur sinni í Bretlandi, Margaret Beckett, og yfir það yrði farið vandlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira