Erlent

Misræmi hjá Gonzales og starfsmannastjóra hans

Alberto Gonzales, aðalsaksóknari Bandaríkjanna.
Alberto Gonzales, aðalsaksóknari Bandaríkjanna. MYND/AFP
Alberto Gonzales, aðalsaksóknari í Bandaríkjunum, sagði í dag að hann minntist þess ekki að hafa tekið þátt í ákvörðunum um hvort að biðja ætti átta saksóknara að segja af sér. Fyrrum starfsmannastjóri Gonzales hafði fyrr sagt, eiðsvarinn, fyrir þingnefnd, að Gonzales hefði tekið þátt í og vitað af ferlinu frá upphafi þess. Brottrekstrarnir hafa leitt til þess að margir krefjast nú afsagnar Gonzales. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, starfaði með honum í Texas á árum áður og hefur því stutt hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×