Erlent

Játning sjóliða í írönsku sjónvarpi

Breski sjóliðinn Nathan Thomas Summers í myndskeiði Al-Alam sjónvarpsstöðvarinnar.
Breski sjóliðinn Nathan Thomas Summers í myndskeiði Al-Alam sjónvarpsstöðvarinnar. MYND/AFP

Írönsk sjónvarpsstöð sýndi í morgun myndband með þremur af bresku sjóliðunum sem eru í haldi Írana vegna sjóliðadeilunnar. Í því baðst einn sjóliðanna afsökunar á því að hafa farið inn í íranska lögsögu. Forseti Írans Mahmoud Ahmadinejad krefst þess að Bretar biðjist afsökunar á því sem Íranar kalla ólöglega innkomu sjóliðanna í íranska landhelgi.

Fréttastofan Fars segir að Ahmadinejad hafi lesið tilkynninguna í símtali við forsætisráðherra Tyrklands. Aðrir fjölmiðlar í Íran sögðu einnig frá símtalinu við Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrkja, en sögðu ekki að Ahmadinejad hefði krafist afsökunarbeiðni.

Myndskeiðið var sýnt á ríkisreknu sjónvarpsstöðinni Al-Alam. Breski sjóliðinn sagði að vel hefði verið farið með fangana. Hann baðst innlega afsökunar á yfirsýn sjóliðanna.

Mótmælendur söfnuðust fyrir framan utanríkisráðuneyti Írana og kröfðust þess að fangarnir yrðu líflátnir.MYND/AFP

Myndskeiðið var sýnt á ríkisreknu sjónvarpsstöðinni Al-Alam. Breski sjóliðinn sagði að vel hefði verið farið með fangana. Hann baðst innlega afsökunar á yfirsýn sjóliðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×