Erlent

Bretar vilja Evrópulönd í lið með sér

Faye Turney er eina konan í hópnum.
Faye Turney er eina konan í hópnum. MYND/AFP

Bretar freista þess nú að fá Evrópulönd í lið með sér til að einangra Íran vegna sjóliðadeilunnar.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær yfirlýsingu til Íranskra stjórnvalda þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum vegna handtöku sjóliðanna 15. Í yfirlýsingunni er þrýst á stjórnvöld í Teheran að leyfa Breska sendiherranum aðgang að fólkinu.

Yfirlýsingin er mildari en Bretar óskuðu eftir, en þeir vildu fordæma aðgerðirnar og fara fram á að sjóliðunum yrði sleppt tafarlaust.

Íranar og Bretar deila um hvort mennirnir voru í íranskri landhelgi þegar þeir voru teknir. Íranar segjast hafa myndband sem sanni það, en Bretar segja myndir úr gervihnöttum sýni hið gagnstæða. Íranar birtu bréf frá kvenkyns fanganum, Faye Turney, í morgun. Í því segir að fólkið hafi verið í íranskri lögsögu.

Málið hefur valdið mikilli spennu og meðal annars orðið til að olíuverð hefur hækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×