Fjarlægjumst enn norrænt matarverð 9. janúar 2007 18:41 Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland er Evrópumeistari í háu verðlagi á mat og drykk en það staðfestist enn í nýjustu samantekt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar eru frá 2005. Það ár var matarverð sextíu og tveimur prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandinu. Næstur er Noregur, með 51% hærra verð, þá Sviss og Danmörk í fjórða sæti. Ef öll útgjöld eru tekin saman eru heimili hér að borga 46 prósent meira en að meðaltali í ESB. Munurinn á matarverði var 65% árið 2000 en hefur verið að sveiflast kringum 50 prósentin síðustu árin. Þegar umræðan um hátt matarverð á Íslandi stóð sem hæst var gjarnan vísað til þess að matur hér væri 48% dýrari en innan ESB, eins og hann var 2003 og 2004, umræða sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka matarverð um allt að 16% með ýmsum aðgerðum sem koma til framkvæmda núna í mars. Markmiðið: að matarverð hér verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum. En ef við skoðum bara Norðurlöndin kemur í ljós að munurinn þar er svipaður á milli ára, nema í Noregi, - en hér rýkur hann upp í 62% og dregur þá enn í sundur með matarverði hér og á nágrannalöndunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hrökkva engan veginn til segir formaður Samfylkingarinnar. Bæði þurfi að lækka innflutningstolla og kasta krónunni, enda hafi sveiflur í genginu áhrif á vöruverð. Eina svarið sé að undirbúa upptöku evrunnar enda hafi íslenskur almenningur þurft að greiða gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda í krónuna. "Mér finnst að þeir flokkar sem ekki vilja ræða þessi mál hljóti að þurfa að standa almenningi reikningsskil sinna gerða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland er Evrópumeistari í háu verðlagi á mat og drykk en það staðfestist enn í nýjustu samantekt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar eru frá 2005. Það ár var matarverð sextíu og tveimur prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandinu. Næstur er Noregur, með 51% hærra verð, þá Sviss og Danmörk í fjórða sæti. Ef öll útgjöld eru tekin saman eru heimili hér að borga 46 prósent meira en að meðaltali í ESB. Munurinn á matarverði var 65% árið 2000 en hefur verið að sveiflast kringum 50 prósentin síðustu árin. Þegar umræðan um hátt matarverð á Íslandi stóð sem hæst var gjarnan vísað til þess að matur hér væri 48% dýrari en innan ESB, eins og hann var 2003 og 2004, umræða sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka matarverð um allt að 16% með ýmsum aðgerðum sem koma til framkvæmda núna í mars. Markmiðið: að matarverð hér verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum. En ef við skoðum bara Norðurlöndin kemur í ljós að munurinn þar er svipaður á milli ára, nema í Noregi, - en hér rýkur hann upp í 62% og dregur þá enn í sundur með matarverði hér og á nágrannalöndunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hrökkva engan veginn til segir formaður Samfylkingarinnar. Bæði þurfi að lækka innflutningstolla og kasta krónunni, enda hafi sveiflur í genginu áhrif á vöruverð. Eina svarið sé að undirbúa upptöku evrunnar enda hafi íslenskur almenningur þurft að greiða gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda í krónuna. "Mér finnst að þeir flokkar sem ekki vilja ræða þessi mál hljóti að þurfa að standa almenningi reikningsskil sinna gerða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira