Að hlúa að sprotum Árni Páll Árnason skrifar 15. júlí 2007 00:01 Palestína Í meira en hálfa öld hefur „ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs“ verið eitt helsta fréttaefni af vettvangi alþjóðamála. Eftir að lokaviðræður um frið fóru út um þúfur árið 2000 hófst á ný uppreisn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og samhliða hertu Ísraelsmenn á hernámstökum sínum á svæðunum. Aðgangsharka Ísraelsmanna hefur grafið undan fylgi við hófsöm stjórnmálaöfl meðal Palestínumanna. Ástandið í Palestínu er nú afar viðkvæmt. Palestínumenn búa við vonleysi og óbeit á hernámsvaldinu.Vonleysi elur af sér öfgastefnur og ofbeldi. Ný ríkisstjórn Palestínumanna er völt í sessi og þarf að geta bætt kjör og aðstæður venjulegs fólks og bundið endi á óvissu, ótta og óöryggi. Því skiptir miklu að þjóðir heims vinni hratt og vel að því að binda Ísraelsmenn og palestínsk stjórnvöld við raunhæfa friðaráætlun og hefji nú þegar efnahagslega uppbyggingu á herteknu svæðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsækir nú Palestínu. Hún mun í heimsókninni fá beina og milliliðalausa sýn á stöðu mála og leggja þannig grunninn að vandaðri stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínu. Utanríkisráðherra hefur þegar rætt stöðu mála í Palestínu við utanríkisráðherra Noregs, en Norðmenn hafa um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í friðarumleitunum þar. Þegar utanríkisráðherra kemur heim frá Palestínu mun hún gefa utanríkismálanefnd skýrslu um heimsókn sína og viðræður við erlend starfssystkin. Í kjölfar þess er óskandi að víðtæk samstaða náist í utanríkismálanefnd um aðgerðaáætlun Íslands í málefnum Palestínu, enda löng hefð fyrir víðtækri samstöðu á Alþingi um stefnumörkun í málefnum Palestínu. Mestu skiptir að við styðjum við pólitíska og efnahagslega uppbyggingu í Palestínu. Það er gömul saga og ný að ef friðflytjendur eru þess ekki umkomnir að bæta kjör fólks og breyta aðstæðum þess til hins betra, eykst spurn eftir boðberum öfga og haturs. Það er verkefni okkar allra að styðja við sprota vonar og uppbyggingar í Palestínu. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Palestína Í meira en hálfa öld hefur „ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs“ verið eitt helsta fréttaefni af vettvangi alþjóðamála. Eftir að lokaviðræður um frið fóru út um þúfur árið 2000 hófst á ný uppreisn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og samhliða hertu Ísraelsmenn á hernámstökum sínum á svæðunum. Aðgangsharka Ísraelsmanna hefur grafið undan fylgi við hófsöm stjórnmálaöfl meðal Palestínumanna. Ástandið í Palestínu er nú afar viðkvæmt. Palestínumenn búa við vonleysi og óbeit á hernámsvaldinu.Vonleysi elur af sér öfgastefnur og ofbeldi. Ný ríkisstjórn Palestínumanna er völt í sessi og þarf að geta bætt kjör og aðstæður venjulegs fólks og bundið endi á óvissu, ótta og óöryggi. Því skiptir miklu að þjóðir heims vinni hratt og vel að því að binda Ísraelsmenn og palestínsk stjórnvöld við raunhæfa friðaráætlun og hefji nú þegar efnahagslega uppbyggingu á herteknu svæðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsækir nú Palestínu. Hún mun í heimsókninni fá beina og milliliðalausa sýn á stöðu mála og leggja þannig grunninn að vandaðri stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínu. Utanríkisráðherra hefur þegar rætt stöðu mála í Palestínu við utanríkisráðherra Noregs, en Norðmenn hafa um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í friðarumleitunum þar. Þegar utanríkisráðherra kemur heim frá Palestínu mun hún gefa utanríkismálanefnd skýrslu um heimsókn sína og viðræður við erlend starfssystkin. Í kjölfar þess er óskandi að víðtæk samstaða náist í utanríkismálanefnd um aðgerðaáætlun Íslands í málefnum Palestínu, enda löng hefð fyrir víðtækri samstöðu á Alþingi um stefnumörkun í málefnum Palestínu. Mestu skiptir að við styðjum við pólitíska og efnahagslega uppbyggingu í Palestínu. Það er gömul saga og ný að ef friðflytjendur eru þess ekki umkomnir að bæta kjör fólks og breyta aðstæðum þess til hins betra, eykst spurn eftir boðberum öfga og haturs. Það er verkefni okkar allra að styðja við sprota vonar og uppbyggingar í Palestínu. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar