Réttlæting á mistökum Sigurjón Þórðarson skrifar 13. júlí 2007 06:00 Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki gengið eins og til var ætlast. Þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum var ætlunin að byggja upp þorskstofninn á örfáum árum til þess að fá 400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði 130 þúsund tonn eins og kunnugt er. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um það hvers vegna ekki hefur gengið sem skyldi þrátt fyrir að þjóðin hafi fært miklar fórnir í formi minni afla, minni verðmæta og mikillar byggðaröskunar. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins og þeir sérfræðingar sem ráða för halda því fram að ástæðan fyrir árangursleysinu sé að fyrirrennarar Einars Kristins Guðfinnssonar og samflokksmenn hafi ekki farið að ráðgjöf Hafró. Þessar fullyrðingar eru endurteknar í sífellu þótt enginn hafi mótmælt þeirri staðreynd að stjórnvöld hafa á síðustu 10 árum farið 94,5% að ráðgjöfinni, sem er innan skekkjumarka. Það sem er átakanlegt við stöðu mála er að veigamikil líffræðileg rök styðja að grundvöllur núverandi stýringar sé veikur og standist ekki gagnrýna skoðun. Helsta haldreipi og rökstuðningur stjórnmálamanna, s.s. líffræðingsins Össurar Skarphéðinssonar, fyrir því að fylgja eigi ráðgjöf Hafró er ný skýrsla Hagfræðistofnunar um aflareglu fyrir þorskinn. Hvað yrði sagt ef helstu líffræðileg rök fyrir nýtingu annarra villtra dýrastofna, s.s. rjúpunnar og gæsarinnar, væru skýrslur Hagfræðistofnunar? Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt eina krónu í að ganga úr skugga um hvort gagnrýnin á núverandi stjórnun sé rétt og hvort þær kenningar og aðferðir sem unnið hefur verið með í tvo áratugi án árangurs séu ekki vænlegar til árangurs. Ef allt væri með felldu myndu bæði sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson og ráðherra byggðamála Össur Skarphéðinsson reyna eftir öllum leiðum að komast hjá því að ganga svo hart gegn sjómönnum og sjávarbyggðum landsins. Þau rök sem heyrst hafa að þjóðin sé núna í færum til að standa af sér erfiðleikatímabil eru haldlaus gagnvart þeim einstaklingum sem hafa lagt mikið undir til að hafa lífsviðurværi sitt af sjósókn. Það er engu líkara en að kerfið og stjórnvöld séu í ákveðinni sjálfheldu og vilji alls ekki leitast við að komast út úr þeim ógöngum sem stjórn fiskveiða er komin í en með því væru sérfræðingar og stjórnmálamenn að einhverju marki að viðurkenna að fórnir liðinna ára hefðu verið færðar til einskis. Sérfræðingar og stjórnmálamenn þyrftu að kyngja því að hafa haft rangt fyrir sér en gætu þá vonandi huggað sig við að hafa unnið eftir bestu samvisku. Ég geri þá siðferðilegu kröfu til sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra að ganga úr skugga um að mögulegt sé að fara vægari leiðir en að beita þeim harkalega niðurskurði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa boðað gegn sjávarbyggðum landsins. Hingað til hefur veigamiklum rökum verið svarað með þögn og þumbarahætti, og ekki einni krónu hefur verið varið til rannsókna sem gætu leitt í ljós að þær kenningar sem unnið hefur verið með væru byggðar á sandi. Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki gengið eins og til var ætlast. Þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum var ætlunin að byggja upp þorskstofninn á örfáum árum til þess að fá 400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði 130 þúsund tonn eins og kunnugt er. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um það hvers vegna ekki hefur gengið sem skyldi þrátt fyrir að þjóðin hafi fært miklar fórnir í formi minni afla, minni verðmæta og mikillar byggðaröskunar. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins og þeir sérfræðingar sem ráða för halda því fram að ástæðan fyrir árangursleysinu sé að fyrirrennarar Einars Kristins Guðfinnssonar og samflokksmenn hafi ekki farið að ráðgjöf Hafró. Þessar fullyrðingar eru endurteknar í sífellu þótt enginn hafi mótmælt þeirri staðreynd að stjórnvöld hafa á síðustu 10 árum farið 94,5% að ráðgjöfinni, sem er innan skekkjumarka. Það sem er átakanlegt við stöðu mála er að veigamikil líffræðileg rök styðja að grundvöllur núverandi stýringar sé veikur og standist ekki gagnrýna skoðun. Helsta haldreipi og rökstuðningur stjórnmálamanna, s.s. líffræðingsins Össurar Skarphéðinssonar, fyrir því að fylgja eigi ráðgjöf Hafró er ný skýrsla Hagfræðistofnunar um aflareglu fyrir þorskinn. Hvað yrði sagt ef helstu líffræðileg rök fyrir nýtingu annarra villtra dýrastofna, s.s. rjúpunnar og gæsarinnar, væru skýrslur Hagfræðistofnunar? Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt eina krónu í að ganga úr skugga um hvort gagnrýnin á núverandi stjórnun sé rétt og hvort þær kenningar og aðferðir sem unnið hefur verið með í tvo áratugi án árangurs séu ekki vænlegar til árangurs. Ef allt væri með felldu myndu bæði sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson og ráðherra byggðamála Össur Skarphéðinsson reyna eftir öllum leiðum að komast hjá því að ganga svo hart gegn sjómönnum og sjávarbyggðum landsins. Þau rök sem heyrst hafa að þjóðin sé núna í færum til að standa af sér erfiðleikatímabil eru haldlaus gagnvart þeim einstaklingum sem hafa lagt mikið undir til að hafa lífsviðurværi sitt af sjósókn. Það er engu líkara en að kerfið og stjórnvöld séu í ákveðinni sjálfheldu og vilji alls ekki leitast við að komast út úr þeim ógöngum sem stjórn fiskveiða er komin í en með því væru sérfræðingar og stjórnmálamenn að einhverju marki að viðurkenna að fórnir liðinna ára hefðu verið færðar til einskis. Sérfræðingar og stjórnmálamenn þyrftu að kyngja því að hafa haft rangt fyrir sér en gætu þá vonandi huggað sig við að hafa unnið eftir bestu samvisku. Ég geri þá siðferðilegu kröfu til sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra að ganga úr skugga um að mögulegt sé að fara vægari leiðir en að beita þeim harkalega niðurskurði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa boðað gegn sjávarbyggðum landsins. Hingað til hefur veigamiklum rökum verið svarað með þögn og þumbarahætti, og ekki einni krónu hefur verið varið til rannsókna sem gætu leitt í ljós að þær kenningar sem unnið hefur verið með væru byggðar á sandi. Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi alþingismaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun