Næsta Flateyri? 1. júní 2007 06:00 Harkaleg átök eru framundan um Vinnslustöðina, einn stærsta einstaka vinnuveitanda í Vestmannaeyjum. Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir í Stillu ehf. hafa lagt fram yfirtökutilboð í fyrirtækið. Eyjamenn gera sér vel grein fyrir alvöru málsins, enda á Vinnslustöðin umtalsverðar aflaheimildir og hverfi þær úr bænum verður það gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið. Huggun harmi gegnBenedikt Jóhannsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins skrifaði nýlega um hagræðingu í íslenskum sjávarútvegi. Niðurstaða hans var að staðan í sjávarútveginum væri eðlileg hagræðing sem kæmi þjóðarbúinu mjög vel. Íbúar þeirra byggðarlaga sem verða að gjalda fyrir aukna hagsæld þjóðarinnar ættu bágt, en fólk yrði bara að hafa í huga að hagræðingarferlið myndi ekki vara að eilífu. Þetta er ekki mikil huggun harmi gegn fyrir íbúa sjávarbyggða. Dýrkeypt Heimamenn ætla sér að berjast en ljóst er að slagurinn verður þeim dýrkeyptur. Þurfi þeir að kaupa upp 50% hlutabréfa Vinnslustöðvarinnar á meira en 8,5 á hlut, mun það kosta þá að lágmarki 6,5 milljarða króna. Og þeir peningar eru ekki ókeypis. Þurfi að taka alla þá peninga að láni kostar hvert vaxtaprósent 65 milljónir króna á ári og þá á eftir að borga af lánunum. Takist heimamönnum að fjármagna þessi kaup má því búast við að þeir muni greiða sér arð úr félaginu sem nemur að lágmarki vaxtagreiðslum og afborgunum af þessum lánum, og þeir peningar verða ekki notaðir í fjárfestingar í Eyjum. Ljóst er því að óháð því hver vinnur kapphlaupið um Vinnslustöðina, á það eftir að verða félaginu dýrt. Og Eyjamönnum öllum. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Harkaleg átök eru framundan um Vinnslustöðina, einn stærsta einstaka vinnuveitanda í Vestmannaeyjum. Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir í Stillu ehf. hafa lagt fram yfirtökutilboð í fyrirtækið. Eyjamenn gera sér vel grein fyrir alvöru málsins, enda á Vinnslustöðin umtalsverðar aflaheimildir og hverfi þær úr bænum verður það gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið. Huggun harmi gegnBenedikt Jóhannsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins skrifaði nýlega um hagræðingu í íslenskum sjávarútvegi. Niðurstaða hans var að staðan í sjávarútveginum væri eðlileg hagræðing sem kæmi þjóðarbúinu mjög vel. Íbúar þeirra byggðarlaga sem verða að gjalda fyrir aukna hagsæld þjóðarinnar ættu bágt, en fólk yrði bara að hafa í huga að hagræðingarferlið myndi ekki vara að eilífu. Þetta er ekki mikil huggun harmi gegn fyrir íbúa sjávarbyggða. Dýrkeypt Heimamenn ætla sér að berjast en ljóst er að slagurinn verður þeim dýrkeyptur. Þurfi þeir að kaupa upp 50% hlutabréfa Vinnslustöðvarinnar á meira en 8,5 á hlut, mun það kosta þá að lágmarki 6,5 milljarða króna. Og þeir peningar eru ekki ókeypis. Þurfi að taka alla þá peninga að láni kostar hvert vaxtaprósent 65 milljónir króna á ári og þá á eftir að borga af lánunum. Takist heimamönnum að fjármagna þessi kaup má því búast við að þeir muni greiða sér arð úr félaginu sem nemur að lágmarki vaxtagreiðslum og afborgunum af þessum lánum, og þeir peningar verða ekki notaðir í fjárfestingar í Eyjum. Ljóst er því að óháð því hver vinnur kapphlaupið um Vinnslustöðina, á það eftir að verða félaginu dýrt. Og Eyjamönnum öllum. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar