Innistæðulaust kaupmáttargort Árni Páll Árnason skrifar 7. maí 2007 00:01 Ríkisstjórnarflokkarnir hafa á undanförnum árum snúið baki við stöðugleika og ýtt með ábyrgðarlausum hætti undir ofþenslu í efnahagslífi. Afleiðingin er 8% verðbólga, 27% viðskiptahalli og 14% stýrivextir. Í fálmkenndri vörn hafa stjórnarflokkarnir leitast við að réttlæta óstöðugleikann með því að vísa til þess að kaupmáttur hafi vaxið svo mikið. Í því samhengi hafa þeir bent á að kaupmáttur hafi vaxið um nærri 60% á 10 árum. Röksemdin virðist vera sú að óstöðugleikinn sé fórnarkostnaður sem réttlætanlegt sé að fella á heimilin í landinu til að tryggja óvenjumikinn kaupmátt. Fyrir það fyrsta er kaupmáttur sem fenginn er við svona aðstæður ótryggur í eðli sínu. Um það vitna gengisfellingahrinur og óðaverðbólguskeið undanfarinna áratuga, sem einatt komu í kjölfar mikillar kaupmáttaraukningar. Einu sinni hafði Sjálfstæðisflokkurinn til þess metnað að tryggja stöðugan og sjálfbæran hagvöxt. Sá tími er greinilega liðinn. Í annan stað hefur verið sýnt fram á að þessum ávinningi hafi verið gríðarlega misskipt. Kaupmáttaraukningin var mest hjá þeim 10% sem mest höfðu fyrir, eða 120% og minnst hjá þeim 20% sem minnst höfðu fyrir, eða 30%. Í þriðja lagi er svo ljóst að meðaltalskaupmáttaraukningin var ekkert óvenjuleg. Í ráðstöfunaruppgjöri heimilageirans, sem Hagstofan gaf út 16. apríl sl. kemur fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 56% milli áranna 1994 og 2005. Hækkun kaupmáttar upp á 56% á 11 árum jafngildir árlegri hækkun upp á 4,1%. Eins og taflan hér að neðan sýnir er þessi hækkun ekki óvenju mikil í sögulegu samhengi. Svipuð eða meira hækkun var til að mynda á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Kaupmáttaraukningin var hins vegar tiltölulega lítil frá því síðla á níunda áratugnum og fram til aldamóta. Mikilvæg skýring á mikilli hækkun kaupmáttar síðustu 11 ára er að í upphafi tímabilsins var mikil umframafkastageta í hagkerfinu í kjölfar langvarandi samdráttarskeiðs. Í ofanálag er mikil framleiðsluspenna, eða landsframleiðsla umfram framleiðslugetu hagkerfisins, í lok tímabilsins. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands var spennan um 4,9% af landsframleiðslu árið 2005 en slakinn árið 1994 var metinn um 2,1%. Ef gert er ráð fyrir að hlutdeild launa í landsframleiðslu sé stöðug má gera ráð fyrir að þetta samsvari að kaupmáttaraukningin á tímabilinu sé ofmetin um u.þ.b. 7,2% miðað við líklega þróun kaupmáttar ef jafnvægi hefði ríkt í upphafi og við lok tímabilsins. Að teknu tilliti til þessara áhrif umreiknast árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann í 3,47%. Meðaltal kaupmáttaraukninga árin 1950-2000 var 3,4%. Kaupmáttur hefur vissulega verið ágætur síðustu 11 árin og því ber að fagna. Kaupmáttarþróunin er þó ekkert sérlega markverð í sögulegu samhengi og þegar tekið er tillit til framleiðsluspennu kemur í ljós að hún er í meðallagi. Það er ekkert við kaupmáttaraukningu undanfarinna ára sem réttlætir þá alvarlegu aðför að hagsmunum almenns launafólks sem felst í viðvarandi verðbólgu, ofurvöxtum og viðskiptahalla. Metnaðarlausir og huglausir ríkisstjórnarflokkar verða að finna sér eitthvað annað fíkjulauf að skýla sér bakvið. Árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna eftir áratugumTímabil - Meðalhækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann1951-1960 - 4,0% 1961-1970 - 4,8% 1971-1980 - 5,3% 1981-1990 - 1,5% 1991-2000 - 1,7% 1951-2000 - 3,4% 1994-2005 - 4,1% 1994-2005 - leiðrétt fyrir framleiðsluspennu 3,47%* Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa á undanförnum árum snúið baki við stöðugleika og ýtt með ábyrgðarlausum hætti undir ofþenslu í efnahagslífi. Afleiðingin er 8% verðbólga, 27% viðskiptahalli og 14% stýrivextir. Í fálmkenndri vörn hafa stjórnarflokkarnir leitast við að réttlæta óstöðugleikann með því að vísa til þess að kaupmáttur hafi vaxið svo mikið. Í því samhengi hafa þeir bent á að kaupmáttur hafi vaxið um nærri 60% á 10 árum. Röksemdin virðist vera sú að óstöðugleikinn sé fórnarkostnaður sem réttlætanlegt sé að fella á heimilin í landinu til að tryggja óvenjumikinn kaupmátt. Fyrir það fyrsta er kaupmáttur sem fenginn er við svona aðstæður ótryggur í eðli sínu. Um það vitna gengisfellingahrinur og óðaverðbólguskeið undanfarinna áratuga, sem einatt komu í kjölfar mikillar kaupmáttaraukningar. Einu sinni hafði Sjálfstæðisflokkurinn til þess metnað að tryggja stöðugan og sjálfbæran hagvöxt. Sá tími er greinilega liðinn. Í annan stað hefur verið sýnt fram á að þessum ávinningi hafi verið gríðarlega misskipt. Kaupmáttaraukningin var mest hjá þeim 10% sem mest höfðu fyrir, eða 120% og minnst hjá þeim 20% sem minnst höfðu fyrir, eða 30%. Í þriðja lagi er svo ljóst að meðaltalskaupmáttaraukningin var ekkert óvenjuleg. Í ráðstöfunaruppgjöri heimilageirans, sem Hagstofan gaf út 16. apríl sl. kemur fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 56% milli áranna 1994 og 2005. Hækkun kaupmáttar upp á 56% á 11 árum jafngildir árlegri hækkun upp á 4,1%. Eins og taflan hér að neðan sýnir er þessi hækkun ekki óvenju mikil í sögulegu samhengi. Svipuð eða meira hækkun var til að mynda á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Kaupmáttaraukningin var hins vegar tiltölulega lítil frá því síðla á níunda áratugnum og fram til aldamóta. Mikilvæg skýring á mikilli hækkun kaupmáttar síðustu 11 ára er að í upphafi tímabilsins var mikil umframafkastageta í hagkerfinu í kjölfar langvarandi samdráttarskeiðs. Í ofanálag er mikil framleiðsluspenna, eða landsframleiðsla umfram framleiðslugetu hagkerfisins, í lok tímabilsins. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands var spennan um 4,9% af landsframleiðslu árið 2005 en slakinn árið 1994 var metinn um 2,1%. Ef gert er ráð fyrir að hlutdeild launa í landsframleiðslu sé stöðug má gera ráð fyrir að þetta samsvari að kaupmáttaraukningin á tímabilinu sé ofmetin um u.þ.b. 7,2% miðað við líklega þróun kaupmáttar ef jafnvægi hefði ríkt í upphafi og við lok tímabilsins. Að teknu tilliti til þessara áhrif umreiknast árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann í 3,47%. Meðaltal kaupmáttaraukninga árin 1950-2000 var 3,4%. Kaupmáttur hefur vissulega verið ágætur síðustu 11 árin og því ber að fagna. Kaupmáttarþróunin er þó ekkert sérlega markverð í sögulegu samhengi og þegar tekið er tillit til framleiðsluspennu kemur í ljós að hún er í meðallagi. Það er ekkert við kaupmáttaraukningu undanfarinna ára sem réttlætir þá alvarlegu aðför að hagsmunum almenns launafólks sem felst í viðvarandi verðbólgu, ofurvöxtum og viðskiptahalla. Metnaðarlausir og huglausir ríkisstjórnarflokkar verða að finna sér eitthvað annað fíkjulauf að skýla sér bakvið. Árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna eftir áratugumTímabil - Meðalhækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann1951-1960 - 4,0% 1961-1970 - 4,8% 1971-1980 - 5,3% 1981-1990 - 1,5% 1991-2000 - 1,7% 1951-2000 - 3,4% 1994-2005 - 4,1% 1994-2005 - leiðrétt fyrir framleiðsluspennu 3,47%* Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun