Fordómar frá sálfræðilegu sjónarmiði 4. maí 2007 06:00 Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni. Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap. Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra. Upphaf fordóma í huga einstaklingsins. Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa. Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar. En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni. Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap. Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra. Upphaf fordóma í huga einstaklingsins. Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa. Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar. En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi. Höfundur er sálfræðingur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun