Fordómar frá sálfræðilegu sjónarmiði 4. maí 2007 06:00 Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni. Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap. Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra. Upphaf fordóma í huga einstaklingsins. Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa. Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar. En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni. Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap. Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra. Upphaf fordóma í huga einstaklingsins. Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa. Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar. En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar