Illugi í glerhúsinu Árni Páll Árnason skrifar 2. maí 2007 00:01 Illugi Gunnarsson skrifar skrýtna grein hér í blaðið á sunnudag og gerir Samfylkingunni upp tvíátta afstöðu til efnahagsmála. Ástæðan er sú að Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra, bendir í nýútkominni skýrslu á tvo lykilþætti sem hafa þarf í huga í efnahagsmálum eftir efnahagsklúður Sjálfstæðisflokksins. Annars vegar er brýn þörf á aðhaldi í ríkisútgjöldum. Ástæða þess er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er valdabandalag sérhagsmunahópa og ófær um að forgangsraða í ríkisrekstri á grundvelli almannahagsmuna. Hins vegar er brýn þörf á verulegu átaki í uppbyggingu velferðarþjónustu eftir víðtæka biðlistavæðingu og vanrækslu. Í þessu felst engin þversögn. Samfylkingin hefur sagt skýrt að hún stefni ekki að því að hækka skatta heldur breyta forgangsröðun og hefja fjárfestingu í uppbyggingu grunngerðar samfélagsins eftir því sem svigrúm er til innan núverandi tekjuramma. Ummæli Jóns og áherslur eru því í fullu innbyrðis samræmi. Samfylkingin horfist í augu við staðreyndir og er tilbúin að takast á við uppbyggingu velferðarþjónustunnar, innan þess þrönga ramma sem hagstjórnarklúður íhaldsins hefur skapað. Illugi gleymir hins vegar að geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn er eini óábyrgi stjórnarandstöðuflokkurinn fyrir þessar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hleypur frá eigin verkum og lofar nú að bæta úr vanrækslusyndum sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Loforðaflóð íhaldsins er metið á allt að 400 milljarða. Í sólskinsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu tvö ár. Sjálfstæðisflokkurinn lofar þó skattalækkunum til viðbótar við loforðasukkið. Ég hef spurt Illuga um það hvernig þessi hagstjórn eigi að ganga upp, en engin svör fengið. Flest bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn ætli áfram að vega að grunni velferðarkerfisins með innistæðulausum skattalækkunum og lengja biðlista í hinu sovéska velferðarskömmtunarkerfi, sem flokknum virðist svo kært. Er ekki best að byrja á að taka til í eigin ranni áður en menn fara að segja öðrum til með hofmóðugum hætti? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Illugi Gunnarsson skrifar skrýtna grein hér í blaðið á sunnudag og gerir Samfylkingunni upp tvíátta afstöðu til efnahagsmála. Ástæðan er sú að Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra, bendir í nýútkominni skýrslu á tvo lykilþætti sem hafa þarf í huga í efnahagsmálum eftir efnahagsklúður Sjálfstæðisflokksins. Annars vegar er brýn þörf á aðhaldi í ríkisútgjöldum. Ástæða þess er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er valdabandalag sérhagsmunahópa og ófær um að forgangsraða í ríkisrekstri á grundvelli almannahagsmuna. Hins vegar er brýn þörf á verulegu átaki í uppbyggingu velferðarþjónustu eftir víðtæka biðlistavæðingu og vanrækslu. Í þessu felst engin þversögn. Samfylkingin hefur sagt skýrt að hún stefni ekki að því að hækka skatta heldur breyta forgangsröðun og hefja fjárfestingu í uppbyggingu grunngerðar samfélagsins eftir því sem svigrúm er til innan núverandi tekjuramma. Ummæli Jóns og áherslur eru því í fullu innbyrðis samræmi. Samfylkingin horfist í augu við staðreyndir og er tilbúin að takast á við uppbyggingu velferðarþjónustunnar, innan þess þrönga ramma sem hagstjórnarklúður íhaldsins hefur skapað. Illugi gleymir hins vegar að geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn er eini óábyrgi stjórnarandstöðuflokkurinn fyrir þessar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hleypur frá eigin verkum og lofar nú að bæta úr vanrækslusyndum sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Loforðaflóð íhaldsins er metið á allt að 400 milljarða. Í sólskinsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu tvö ár. Sjálfstæðisflokkurinn lofar þó skattalækkunum til viðbótar við loforðasukkið. Ég hef spurt Illuga um það hvernig þessi hagstjórn eigi að ganga upp, en engin svör fengið. Flest bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn ætli áfram að vega að grunni velferðarkerfisins með innistæðulausum skattalækkunum og lengja biðlista í hinu sovéska velferðarskömmtunarkerfi, sem flokknum virðist svo kært. Er ekki best að byrja á að taka til í eigin ranni áður en menn fara að segja öðrum til með hofmóðugum hætti? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar