Atvinnustefna og náttúruvernd Árni Páll Árnason skrifar 26. mars 2007 00:01 Samfylkingin er einn flokka um að hafa lagt fram heildstæða stefnu um náttúruvernd og auðlindanýtingu, Fagra Ísland. Samfylkingin hefur líka lagt fram verðlaunatillögur um eflingu sprotafyrirtækja og uppbyggingu hátækniiðnaðar. Það er engin tilviljun. Samfylkingin er stór jafnaðarflokkur og þar rúmast fjölbreytt viðhorf. Það er helsti styrkur Fagra Íslands. Fyrst okkur tókst í Samfylkingunni að móta stefnu sem leggur grunn jafnt að náttúruvernd og auðlindanýtingu er ljóst að þjóðin getur náð slíkri sátt. Við munum áfram þurfa að nýta orkuauðlindir okkar til verðmætasköpunar, eins og aðrar auðlindir. Þekking okkar á endurnýjanlegri orku er að verða verðmæt útflutningsvara. Nýir nýtingarkostir geta komið upp og kaupendur á borð við framleiðendur sólarrafhlaðna hafa þegar sýnt íslenskri orku áhuga. Allt mælir með því að staldra nú við í byggingu frekari stórvirkjana og álvera. Ofþensla í efnahagslífinu og tröllauknir stýrivextir kalla á efnahagslegt aðlögunarferli til að forðast kollsteypur. Frekari stóriðjuuppbygging við núverandi efnahagsaðstæður myndi gera stöðu samkeppnisgreina enn erfiðari en nú er, sérstaklega á landsbyggðinni. Brýnt er út frá náttúruverndarsjónarmiðum að nota tímann til að móta rammaáætlun um náttúruvernd, þar sem ákveðið er hvaða svæði megi nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að vernda. Þegar áherslur og þarfir breytast höfum við þá lokið forgangsröðun í þágu náttúrunnar og búið í haginn fyrir skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda okkar til lengri tíma litið. Það verður aldrei sátt um að við nýtum ekki auðlindir okkar. Fólk um allt land vill bæta lífskjör sín og efla atvinnulíf. Til þess verðum við að geta nýtt orkuauðlindir okkar með skynsamlegum hætti án þess að ganga á mikilvæg náttúrugæði eða ganga á hagsmuni annarra atvinnugreina. Þannig leggjum við grunn að fjölþættri atvinnustefnu sem nýtist okkur öllum og tryggir tækifæri fyrir alla. Þannig vill Samfylkingin vinna. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er einn flokka um að hafa lagt fram heildstæða stefnu um náttúruvernd og auðlindanýtingu, Fagra Ísland. Samfylkingin hefur líka lagt fram verðlaunatillögur um eflingu sprotafyrirtækja og uppbyggingu hátækniiðnaðar. Það er engin tilviljun. Samfylkingin er stór jafnaðarflokkur og þar rúmast fjölbreytt viðhorf. Það er helsti styrkur Fagra Íslands. Fyrst okkur tókst í Samfylkingunni að móta stefnu sem leggur grunn jafnt að náttúruvernd og auðlindanýtingu er ljóst að þjóðin getur náð slíkri sátt. Við munum áfram þurfa að nýta orkuauðlindir okkar til verðmætasköpunar, eins og aðrar auðlindir. Þekking okkar á endurnýjanlegri orku er að verða verðmæt útflutningsvara. Nýir nýtingarkostir geta komið upp og kaupendur á borð við framleiðendur sólarrafhlaðna hafa þegar sýnt íslenskri orku áhuga. Allt mælir með því að staldra nú við í byggingu frekari stórvirkjana og álvera. Ofþensla í efnahagslífinu og tröllauknir stýrivextir kalla á efnahagslegt aðlögunarferli til að forðast kollsteypur. Frekari stóriðjuuppbygging við núverandi efnahagsaðstæður myndi gera stöðu samkeppnisgreina enn erfiðari en nú er, sérstaklega á landsbyggðinni. Brýnt er út frá náttúruverndarsjónarmiðum að nota tímann til að móta rammaáætlun um náttúruvernd, þar sem ákveðið er hvaða svæði megi nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að vernda. Þegar áherslur og þarfir breytast höfum við þá lokið forgangsröðun í þágu náttúrunnar og búið í haginn fyrir skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda okkar til lengri tíma litið. Það verður aldrei sátt um að við nýtum ekki auðlindir okkar. Fólk um allt land vill bæta lífskjör sín og efla atvinnulíf. Til þess verðum við að geta nýtt orkuauðlindir okkar með skynsamlegum hætti án þess að ganga á mikilvæg náttúrugæði eða ganga á hagsmuni annarra atvinnugreina. Þannig leggjum við grunn að fjölþættri atvinnustefnu sem nýtist okkur öllum og tryggir tækifæri fyrir alla. Þannig vill Samfylkingin vinna. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar