Eldfjallagarður á Reykjanesi? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 23. mars 2007 05:00 Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi. Reykjanesskaginn, allt norðaustur fyrir Þingvelli, landsvæðið hjá Eldgjá, Lakagígum og Langasjó og svo Ódáðahraun, Askja, Mývatn og Krafla eru lykillandsvæði í þessu tilliti. Eina stóra landsvæðið með öflugum plötuskilum eins og hér, er að finna á austurhorni Afríku, t.d. í Eritreu, en þar er þó meginland að klofna og því nokkur munur á. Á Reykjanesskaganum er þannig til orðið stórt og sérstætt, náttúrulegt útisafn um plötuskilaeldvirkni og jarðhnik, þ.e klofnun jarðskorpu og sig. Þessa sérstöðu Reykjanesskagans í námunda við helsta þéttbýli landsins á að nýta af skynsemi. Það má til dæmis gera með því að hlífa sumum jarðhitasvæðum við nýtingu og halda þeim óvirkjuðum, vernda gosmyndanir betur en gert hefur verið lengst af og hanna eldfjallagarð sem getur nýst mörgu fólki til fræðslu, jafnt leikum sem lærðum. Um hann hafa hugmyndir verið á kreiki í meira en áratug. Eldfjallagarðar, söfn eða upplýsingamiðstöðvar, eru til víða um heim. Sums staðar tengjast þeir sögunni, annars staðar er um mjög tækni- og vélvæddar miðstöðvar að ræða (sbr. Vulcania í Frakklandi) og enn annars staðar er fyrst og fremst náttúran sjálf látin „tala við" gestinn. Þannig háttar t.d. til í eldfjallagarði á austustu (og nýjustu) Hawaii-eyjunni þar sem samvaxnar, risastórar klasahraundyngjur eru enn eldvirkar ofan á heitum reit en fjarri plötuskilum. Ýmiss konar menjar basalteldvirkni eru þar mikilfenglegar og í meira en áratug hefur eldgos glatt augu gesta. Skýrir það að hluta heimsóknartölur upp á 3-4 milljónir gesta á ári en garðurinn er um 80 ára og sá þekktasti í heimi. Basalteldvirkni og dyngjugos eru vel þekkt t.d. á Galapagoseyjum, Reunion og víðar. Á Íslandi hafa dyngjugos verið algeng (stök gos og smáar dyngjur miðað við risana á Hawaii eða Galapagos) en hér auðga plötuskila-sprungueldgos myndina og einnig þróaðar megineldstöðvar af meginlandsgerð (sbr. Öræfajökul) eða með öskju (sbr. Grímsvötn), sem hinar eyjarnar státa ekki af. Af þessu leiðir að eldfjallagarðar eru ekki síður vænlegir hér en t.d. á Hawaii þótt þar komi til sérleg veðursæld, mikill ferðamannafjöldi og fjármagn sem ekki er hægt að líkja saman við það sem hér gerist. Lakagígar „Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi, segir meðal annars í greininni.“Nú hefur verið hafin alvöruumræða um eldfjallagarð á Reykjanesskaga. Gott er það. Slíkir þemagarðar eru stórir og fjölbreyttir, þarfnast litlu fleiri vega eða stíga en við þekkjum á nesinu en þeim mun meiri leiðbeininga, les- og myndefnis og merkinga. Auk þess bjóða bæirnir aðstöðu og við sögu koma fræðslutilboð á borð við Eldgjá í Svartsengi, fyrirhugaða fræðslusýningu (Orkuverið jörð) í nýja orkuverinu á Reykjanesi og það sem Orkuveita Reykjavíkur mun sýna á Hengilssvæðinu. Orkuverin sjálf eru auk þess hluti þemagarðs. Ef af eldfjallagarði verður á skaganum mætti síðar þróa sams konar garða á öðrum lykilsvæðum í landinu. Grunnhugmynd þemagarðs er hringleiðir þar sem menn aka, hjóla eða ganga fyrirfram gefna leið og skoða fyrirbæri undir beinni leiðsögn eða sjálfsleiðsögn (prentefni, DVD, smáspilarar, þ.e. i-pod með efni, eða smáskjáir). Ég hef t.d. rissað upp þrjá slíka hringi á Reykjanesskaga. Einn er á Reykjanes-Grindavíkursvæðinu, annar á miðbiki skagans og sá þriðji á Hengils-Þingvallasvæðinu. Auk þess tók ég frá ítarsvæði: Brennisteinsfjöll-Þríhnjúka, Trölladyngju-Sog-Keili og svæði við Búrfell-Kaldá-Helgafell. Auðvitað er hér ekki um að ræða hönnun, heldur hugmyndir til þess að sýna mætti landsvæðisins (pótensíal). Útfærsla á til þess bærum eldfjallagarði er ferli sem krefst athugana og yfirlegu, auk samvinnu margra aðila. Þannig mætti skipta skaganum í svæði sem til samans eru á við digra kennslubók varðandi plötuskrið, eldvirkni á landi og í sjó, jarðskorpuhreyfingar og jarðhita - með viðráðanlegum kostnaði. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og samtök geta sem best unnið að þessu í sameiningu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi. Reykjanesskaginn, allt norðaustur fyrir Þingvelli, landsvæðið hjá Eldgjá, Lakagígum og Langasjó og svo Ódáðahraun, Askja, Mývatn og Krafla eru lykillandsvæði í þessu tilliti. Eina stóra landsvæðið með öflugum plötuskilum eins og hér, er að finna á austurhorni Afríku, t.d. í Eritreu, en þar er þó meginland að klofna og því nokkur munur á. Á Reykjanesskaganum er þannig til orðið stórt og sérstætt, náttúrulegt útisafn um plötuskilaeldvirkni og jarðhnik, þ.e klofnun jarðskorpu og sig. Þessa sérstöðu Reykjanesskagans í námunda við helsta þéttbýli landsins á að nýta af skynsemi. Það má til dæmis gera með því að hlífa sumum jarðhitasvæðum við nýtingu og halda þeim óvirkjuðum, vernda gosmyndanir betur en gert hefur verið lengst af og hanna eldfjallagarð sem getur nýst mörgu fólki til fræðslu, jafnt leikum sem lærðum. Um hann hafa hugmyndir verið á kreiki í meira en áratug. Eldfjallagarðar, söfn eða upplýsingamiðstöðvar, eru til víða um heim. Sums staðar tengjast þeir sögunni, annars staðar er um mjög tækni- og vélvæddar miðstöðvar að ræða (sbr. Vulcania í Frakklandi) og enn annars staðar er fyrst og fremst náttúran sjálf látin „tala við" gestinn. Þannig háttar t.d. til í eldfjallagarði á austustu (og nýjustu) Hawaii-eyjunni þar sem samvaxnar, risastórar klasahraundyngjur eru enn eldvirkar ofan á heitum reit en fjarri plötuskilum. Ýmiss konar menjar basalteldvirkni eru þar mikilfenglegar og í meira en áratug hefur eldgos glatt augu gesta. Skýrir það að hluta heimsóknartölur upp á 3-4 milljónir gesta á ári en garðurinn er um 80 ára og sá þekktasti í heimi. Basalteldvirkni og dyngjugos eru vel þekkt t.d. á Galapagoseyjum, Reunion og víðar. Á Íslandi hafa dyngjugos verið algeng (stök gos og smáar dyngjur miðað við risana á Hawaii eða Galapagos) en hér auðga plötuskila-sprungueldgos myndina og einnig þróaðar megineldstöðvar af meginlandsgerð (sbr. Öræfajökul) eða með öskju (sbr. Grímsvötn), sem hinar eyjarnar státa ekki af. Af þessu leiðir að eldfjallagarðar eru ekki síður vænlegir hér en t.d. á Hawaii þótt þar komi til sérleg veðursæld, mikill ferðamannafjöldi og fjármagn sem ekki er hægt að líkja saman við það sem hér gerist. Lakagígar „Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi, segir meðal annars í greininni.“Nú hefur verið hafin alvöruumræða um eldfjallagarð á Reykjanesskaga. Gott er það. Slíkir þemagarðar eru stórir og fjölbreyttir, þarfnast litlu fleiri vega eða stíga en við þekkjum á nesinu en þeim mun meiri leiðbeininga, les- og myndefnis og merkinga. Auk þess bjóða bæirnir aðstöðu og við sögu koma fræðslutilboð á borð við Eldgjá í Svartsengi, fyrirhugaða fræðslusýningu (Orkuverið jörð) í nýja orkuverinu á Reykjanesi og það sem Orkuveita Reykjavíkur mun sýna á Hengilssvæðinu. Orkuverin sjálf eru auk þess hluti þemagarðs. Ef af eldfjallagarði verður á skaganum mætti síðar þróa sams konar garða á öðrum lykilsvæðum í landinu. Grunnhugmynd þemagarðs er hringleiðir þar sem menn aka, hjóla eða ganga fyrirfram gefna leið og skoða fyrirbæri undir beinni leiðsögn eða sjálfsleiðsögn (prentefni, DVD, smáspilarar, þ.e. i-pod með efni, eða smáskjáir). Ég hef t.d. rissað upp þrjá slíka hringi á Reykjanesskaga. Einn er á Reykjanes-Grindavíkursvæðinu, annar á miðbiki skagans og sá þriðji á Hengils-Þingvallasvæðinu. Auk þess tók ég frá ítarsvæði: Brennisteinsfjöll-Þríhnjúka, Trölladyngju-Sog-Keili og svæði við Búrfell-Kaldá-Helgafell. Auðvitað er hér ekki um að ræða hönnun, heldur hugmyndir til þess að sýna mætti landsvæðisins (pótensíal). Útfærsla á til þess bærum eldfjallagarði er ferli sem krefst athugana og yfirlegu, auk samvinnu margra aðila. Þannig mætti skipta skaganum í svæði sem til samans eru á við digra kennslubók varðandi plötuskrið, eldvirkni á landi og í sjó, jarðskorpuhreyfingar og jarðhita - með viðráðanlegum kostnaði. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og samtök geta sem best unnið að þessu í sameiningu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun