Umhverfisvottun 2. febrúar 2007 00:01 Flestum er orðið nokkuð ljóst að umhverfismál eru dauðans alvara og varða ekki aðeins velferð fugla og annarra villtra dýra heldur einnig mannkynið. Við erum farin að fá sífellt fleiri alvarlegar aðvaranir úr náttúrunni vegna athafna okkar, s.s. vegna hnattrænnar hlýnunar, efnamengunar þrávirkra efna, eyðimerkurmyndunar og útrýmingar tegunda. Varla líður sú vika að einhver frétt birtist í fjölmiðlum um neikvæðar afleiðingar athafna okkar mannkyns gagnvart móður jörð. En eru þessi vandamál ekki það stór að okkur fallast hendur? Það er nú svo að breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum, í daglegum athöfnum okkar og það er margt sem við getum gert til að bæta það sem aflaga hefur farið í umgengni okkar. Fyrirtæki og stofnanir hafa tekið á þessum málum með margvíslegum hætti. Til dæmis hafa um það bil 25 sveitarfélög tekið upp Staðardagsskrá 21 um heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á nýhafinni öld byggðri á ályktun Sameinuðu þjóðanna á hinni svokölluðu Ríó-ráðstefnu frá 1992 um sjálfbæra þróun. Þetta er nærri þriðja hvert sveitarfélag landsins þar af eru 9 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins. Það ber að hrósa þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp Staðardagsskrá 21 fyrir framsækni í umhverfismálum. Með því að taka upp Staðardagsskrá 21 eru sveitarfélögin ekki að taka upp umhverfisvottaða umhverfisstefnu fyrir undirstofnanir sínar en með umhverfisvottun er verið að fylgja vinnunni eftir eða sem framhald á þeirri vinnu sem nú er unnin hjá þessum sveitarfélögum þannig að þau fá staðfestingu á því að markmiðum þeirra í umhverfismálum er framfylgt af óháðum aðila. Þeim er veitt einhvers konar aðhald þar eð þau fara í gegnum árlegt vottunarferli sem tryggir að umhverfisstefnunni sem fylgt eftir af festu verði trúverðug. Þetta er að mati undirritaðra vænlegasta leiðin til skilvirkrar umhverfisstefnu. Það sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki sem styðjast við umhverfisstefnu í einhverri mynd. Þetta gefur þeim tækifæri á að aðlaga umhverfisstefnu sína með aðstoð umhverfissérfræðinga frá umhverfisvottunarfyrirtækjum, meðal annars þeirri umhverfisvottun sem Beluga hefur uppá að bjóða. Lowana Veal Með því að taka upp umhverfisvottun eru sveitarfélög og fyrirtæki að sýna með sýnilegum hætti að þau taka á umhverfismálum með festu og ábyrgð. Fjárhagslegur ávinningurinn er einnig til staðar þar sem forráðamenn umhverfisvottaðra fyrirtækja hafa fullyrt að með umhverfisvottun hafi sparast töluvert í rekstri. Umhverfisvottun er líkleg til að laða að viðskiptavini að fyrirtækjum sem gefa þessum málaflokki gaum en staðreyndin er sú að almenningur er farinn að spá í umhverfismál. Hvað er Beluga?Beluga er umhverfisvottunarfyrirtæki er býður uppá vottun fyrir sveitarfélög, stofnanir og smá og meðalstór fyrirtæki. Beluga er með höfuðstöðvar í Árborg og hefur hingað til einbeitt sér að því að sinna fyrirtækjum á Suðurlandi og er Árborg nú þegar með Beluga-vottun. En nú er farið að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Beluga hefur mikla sérstöðu á vottunarmarkaði. Fyrir það fyrsta er kostnaðurinn lægri en hjá sambærilegum vottunarfyrirtækjum. Ástæðan fyrir því er sú að vottunarkerfi Beluga ehf. byggjast á því að starfsmenn og stjórnendur vinni sem allra mest sjálfir og séu virkir í allri þessari vinnu. Starfsmenn Beluga ehf. koma eins lítið að þessari vinnu og mögulegt er en þó eins mikið og nauðsynlegt er og óskað er eftir í hverju tilfelli. Skilyrði og kröfur fyrir vottun eru opinber og sýnileg öllum auk þess sem það er krafa að umhverfisstefna sé sýnileg og allir þeir sem áhuga hafa á geta nálgast umhverfisstefnu viðkomandi aðila með auðveldum hætti. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum þegar kemur að umhverfisvitund. Hlutirnir hafa þó breyst eitthvað til hins betra á undanförnum árum, en til að ná almennri vakningu í umhverfismálum þarf að gera enn betur. Því fleiri sem eru með umhverfisvottun því betra er ástandið. Af því að umhverfismál eru sýnileg og eru á okkur ábyrgð. Kynntu þér málið!Báðir höfundar eru líffræðingar að mennt og starfa sem ráðgjafar hjá Beluga ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Flestum er orðið nokkuð ljóst að umhverfismál eru dauðans alvara og varða ekki aðeins velferð fugla og annarra villtra dýra heldur einnig mannkynið. Við erum farin að fá sífellt fleiri alvarlegar aðvaranir úr náttúrunni vegna athafna okkar, s.s. vegna hnattrænnar hlýnunar, efnamengunar þrávirkra efna, eyðimerkurmyndunar og útrýmingar tegunda. Varla líður sú vika að einhver frétt birtist í fjölmiðlum um neikvæðar afleiðingar athafna okkar mannkyns gagnvart móður jörð. En eru þessi vandamál ekki það stór að okkur fallast hendur? Það er nú svo að breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum, í daglegum athöfnum okkar og það er margt sem við getum gert til að bæta það sem aflaga hefur farið í umgengni okkar. Fyrirtæki og stofnanir hafa tekið á þessum málum með margvíslegum hætti. Til dæmis hafa um það bil 25 sveitarfélög tekið upp Staðardagsskrá 21 um heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á nýhafinni öld byggðri á ályktun Sameinuðu þjóðanna á hinni svokölluðu Ríó-ráðstefnu frá 1992 um sjálfbæra þróun. Þetta er nærri þriðja hvert sveitarfélag landsins þar af eru 9 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins. Það ber að hrósa þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp Staðardagsskrá 21 fyrir framsækni í umhverfismálum. Með því að taka upp Staðardagsskrá 21 eru sveitarfélögin ekki að taka upp umhverfisvottaða umhverfisstefnu fyrir undirstofnanir sínar en með umhverfisvottun er verið að fylgja vinnunni eftir eða sem framhald á þeirri vinnu sem nú er unnin hjá þessum sveitarfélögum þannig að þau fá staðfestingu á því að markmiðum þeirra í umhverfismálum er framfylgt af óháðum aðila. Þeim er veitt einhvers konar aðhald þar eð þau fara í gegnum árlegt vottunarferli sem tryggir að umhverfisstefnunni sem fylgt eftir af festu verði trúverðug. Þetta er að mati undirritaðra vænlegasta leiðin til skilvirkrar umhverfisstefnu. Það sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki sem styðjast við umhverfisstefnu í einhverri mynd. Þetta gefur þeim tækifæri á að aðlaga umhverfisstefnu sína með aðstoð umhverfissérfræðinga frá umhverfisvottunarfyrirtækjum, meðal annars þeirri umhverfisvottun sem Beluga hefur uppá að bjóða. Lowana Veal Með því að taka upp umhverfisvottun eru sveitarfélög og fyrirtæki að sýna með sýnilegum hætti að þau taka á umhverfismálum með festu og ábyrgð. Fjárhagslegur ávinningurinn er einnig til staðar þar sem forráðamenn umhverfisvottaðra fyrirtækja hafa fullyrt að með umhverfisvottun hafi sparast töluvert í rekstri. Umhverfisvottun er líkleg til að laða að viðskiptavini að fyrirtækjum sem gefa þessum málaflokki gaum en staðreyndin er sú að almenningur er farinn að spá í umhverfismál. Hvað er Beluga?Beluga er umhverfisvottunarfyrirtæki er býður uppá vottun fyrir sveitarfélög, stofnanir og smá og meðalstór fyrirtæki. Beluga er með höfuðstöðvar í Árborg og hefur hingað til einbeitt sér að því að sinna fyrirtækjum á Suðurlandi og er Árborg nú þegar með Beluga-vottun. En nú er farið að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Beluga hefur mikla sérstöðu á vottunarmarkaði. Fyrir það fyrsta er kostnaðurinn lægri en hjá sambærilegum vottunarfyrirtækjum. Ástæðan fyrir því er sú að vottunarkerfi Beluga ehf. byggjast á því að starfsmenn og stjórnendur vinni sem allra mest sjálfir og séu virkir í allri þessari vinnu. Starfsmenn Beluga ehf. koma eins lítið að þessari vinnu og mögulegt er en þó eins mikið og nauðsynlegt er og óskað er eftir í hverju tilfelli. Skilyrði og kröfur fyrir vottun eru opinber og sýnileg öllum auk þess sem það er krafa að umhverfisstefna sé sýnileg og allir þeir sem áhuga hafa á geta nálgast umhverfisstefnu viðkomandi aðila með auðveldum hætti. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum þegar kemur að umhverfisvitund. Hlutirnir hafa þó breyst eitthvað til hins betra á undanförnum árum, en til að ná almennri vakningu í umhverfismálum þarf að gera enn betur. Því fleiri sem eru með umhverfisvottun því betra er ástandið. Af því að umhverfismál eru sýnileg og eru á okkur ábyrgð. Kynntu þér málið!Báðir höfundar eru líffræðingar að mennt og starfa sem ráðgjafar hjá Beluga ehf.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar