Umhverfisvottun 2. febrúar 2007 00:01 Flestum er orðið nokkuð ljóst að umhverfismál eru dauðans alvara og varða ekki aðeins velferð fugla og annarra villtra dýra heldur einnig mannkynið. Við erum farin að fá sífellt fleiri alvarlegar aðvaranir úr náttúrunni vegna athafna okkar, s.s. vegna hnattrænnar hlýnunar, efnamengunar þrávirkra efna, eyðimerkurmyndunar og útrýmingar tegunda. Varla líður sú vika að einhver frétt birtist í fjölmiðlum um neikvæðar afleiðingar athafna okkar mannkyns gagnvart móður jörð. En eru þessi vandamál ekki það stór að okkur fallast hendur? Það er nú svo að breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum, í daglegum athöfnum okkar og það er margt sem við getum gert til að bæta það sem aflaga hefur farið í umgengni okkar. Fyrirtæki og stofnanir hafa tekið á þessum málum með margvíslegum hætti. Til dæmis hafa um það bil 25 sveitarfélög tekið upp Staðardagsskrá 21 um heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á nýhafinni öld byggðri á ályktun Sameinuðu þjóðanna á hinni svokölluðu Ríó-ráðstefnu frá 1992 um sjálfbæra þróun. Þetta er nærri þriðja hvert sveitarfélag landsins þar af eru 9 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins. Það ber að hrósa þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp Staðardagsskrá 21 fyrir framsækni í umhverfismálum. Með því að taka upp Staðardagsskrá 21 eru sveitarfélögin ekki að taka upp umhverfisvottaða umhverfisstefnu fyrir undirstofnanir sínar en með umhverfisvottun er verið að fylgja vinnunni eftir eða sem framhald á þeirri vinnu sem nú er unnin hjá þessum sveitarfélögum þannig að þau fá staðfestingu á því að markmiðum þeirra í umhverfismálum er framfylgt af óháðum aðila. Þeim er veitt einhvers konar aðhald þar eð þau fara í gegnum árlegt vottunarferli sem tryggir að umhverfisstefnunni sem fylgt eftir af festu verði trúverðug. Þetta er að mati undirritaðra vænlegasta leiðin til skilvirkrar umhverfisstefnu. Það sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki sem styðjast við umhverfisstefnu í einhverri mynd. Þetta gefur þeim tækifæri á að aðlaga umhverfisstefnu sína með aðstoð umhverfissérfræðinga frá umhverfisvottunarfyrirtækjum, meðal annars þeirri umhverfisvottun sem Beluga hefur uppá að bjóða. Lowana Veal Með því að taka upp umhverfisvottun eru sveitarfélög og fyrirtæki að sýna með sýnilegum hætti að þau taka á umhverfismálum með festu og ábyrgð. Fjárhagslegur ávinningurinn er einnig til staðar þar sem forráðamenn umhverfisvottaðra fyrirtækja hafa fullyrt að með umhverfisvottun hafi sparast töluvert í rekstri. Umhverfisvottun er líkleg til að laða að viðskiptavini að fyrirtækjum sem gefa þessum málaflokki gaum en staðreyndin er sú að almenningur er farinn að spá í umhverfismál. Hvað er Beluga?Beluga er umhverfisvottunarfyrirtæki er býður uppá vottun fyrir sveitarfélög, stofnanir og smá og meðalstór fyrirtæki. Beluga er með höfuðstöðvar í Árborg og hefur hingað til einbeitt sér að því að sinna fyrirtækjum á Suðurlandi og er Árborg nú þegar með Beluga-vottun. En nú er farið að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Beluga hefur mikla sérstöðu á vottunarmarkaði. Fyrir það fyrsta er kostnaðurinn lægri en hjá sambærilegum vottunarfyrirtækjum. Ástæðan fyrir því er sú að vottunarkerfi Beluga ehf. byggjast á því að starfsmenn og stjórnendur vinni sem allra mest sjálfir og séu virkir í allri þessari vinnu. Starfsmenn Beluga ehf. koma eins lítið að þessari vinnu og mögulegt er en þó eins mikið og nauðsynlegt er og óskað er eftir í hverju tilfelli. Skilyrði og kröfur fyrir vottun eru opinber og sýnileg öllum auk þess sem það er krafa að umhverfisstefna sé sýnileg og allir þeir sem áhuga hafa á geta nálgast umhverfisstefnu viðkomandi aðila með auðveldum hætti. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum þegar kemur að umhverfisvitund. Hlutirnir hafa þó breyst eitthvað til hins betra á undanförnum árum, en til að ná almennri vakningu í umhverfismálum þarf að gera enn betur. Því fleiri sem eru með umhverfisvottun því betra er ástandið. Af því að umhverfismál eru sýnileg og eru á okkur ábyrgð. Kynntu þér málið!Báðir höfundar eru líffræðingar að mennt og starfa sem ráðgjafar hjá Beluga ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Flestum er orðið nokkuð ljóst að umhverfismál eru dauðans alvara og varða ekki aðeins velferð fugla og annarra villtra dýra heldur einnig mannkynið. Við erum farin að fá sífellt fleiri alvarlegar aðvaranir úr náttúrunni vegna athafna okkar, s.s. vegna hnattrænnar hlýnunar, efnamengunar þrávirkra efna, eyðimerkurmyndunar og útrýmingar tegunda. Varla líður sú vika að einhver frétt birtist í fjölmiðlum um neikvæðar afleiðingar athafna okkar mannkyns gagnvart móður jörð. En eru þessi vandamál ekki það stór að okkur fallast hendur? Það er nú svo að breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum, í daglegum athöfnum okkar og það er margt sem við getum gert til að bæta það sem aflaga hefur farið í umgengni okkar. Fyrirtæki og stofnanir hafa tekið á þessum málum með margvíslegum hætti. Til dæmis hafa um það bil 25 sveitarfélög tekið upp Staðardagsskrá 21 um heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á nýhafinni öld byggðri á ályktun Sameinuðu þjóðanna á hinni svokölluðu Ríó-ráðstefnu frá 1992 um sjálfbæra þróun. Þetta er nærri þriðja hvert sveitarfélag landsins þar af eru 9 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins. Það ber að hrósa þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp Staðardagsskrá 21 fyrir framsækni í umhverfismálum. Með því að taka upp Staðardagsskrá 21 eru sveitarfélögin ekki að taka upp umhverfisvottaða umhverfisstefnu fyrir undirstofnanir sínar en með umhverfisvottun er verið að fylgja vinnunni eftir eða sem framhald á þeirri vinnu sem nú er unnin hjá þessum sveitarfélögum þannig að þau fá staðfestingu á því að markmiðum þeirra í umhverfismálum er framfylgt af óháðum aðila. Þeim er veitt einhvers konar aðhald þar eð þau fara í gegnum árlegt vottunarferli sem tryggir að umhverfisstefnunni sem fylgt eftir af festu verði trúverðug. Þetta er að mati undirritaðra vænlegasta leiðin til skilvirkrar umhverfisstefnu. Það sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki sem styðjast við umhverfisstefnu í einhverri mynd. Þetta gefur þeim tækifæri á að aðlaga umhverfisstefnu sína með aðstoð umhverfissérfræðinga frá umhverfisvottunarfyrirtækjum, meðal annars þeirri umhverfisvottun sem Beluga hefur uppá að bjóða. Lowana Veal Með því að taka upp umhverfisvottun eru sveitarfélög og fyrirtæki að sýna með sýnilegum hætti að þau taka á umhverfismálum með festu og ábyrgð. Fjárhagslegur ávinningurinn er einnig til staðar þar sem forráðamenn umhverfisvottaðra fyrirtækja hafa fullyrt að með umhverfisvottun hafi sparast töluvert í rekstri. Umhverfisvottun er líkleg til að laða að viðskiptavini að fyrirtækjum sem gefa þessum málaflokki gaum en staðreyndin er sú að almenningur er farinn að spá í umhverfismál. Hvað er Beluga?Beluga er umhverfisvottunarfyrirtæki er býður uppá vottun fyrir sveitarfélög, stofnanir og smá og meðalstór fyrirtæki. Beluga er með höfuðstöðvar í Árborg og hefur hingað til einbeitt sér að því að sinna fyrirtækjum á Suðurlandi og er Árborg nú þegar með Beluga-vottun. En nú er farið að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Beluga hefur mikla sérstöðu á vottunarmarkaði. Fyrir það fyrsta er kostnaðurinn lægri en hjá sambærilegum vottunarfyrirtækjum. Ástæðan fyrir því er sú að vottunarkerfi Beluga ehf. byggjast á því að starfsmenn og stjórnendur vinni sem allra mest sjálfir og séu virkir í allri þessari vinnu. Starfsmenn Beluga ehf. koma eins lítið að þessari vinnu og mögulegt er en þó eins mikið og nauðsynlegt er og óskað er eftir í hverju tilfelli. Skilyrði og kröfur fyrir vottun eru opinber og sýnileg öllum auk þess sem það er krafa að umhverfisstefna sé sýnileg og allir þeir sem áhuga hafa á geta nálgast umhverfisstefnu viðkomandi aðila með auðveldum hætti. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum þegar kemur að umhverfisvitund. Hlutirnir hafa þó breyst eitthvað til hins betra á undanförnum árum, en til að ná almennri vakningu í umhverfismálum þarf að gera enn betur. Því fleiri sem eru með umhverfisvottun því betra er ástandið. Af því að umhverfismál eru sýnileg og eru á okkur ábyrgð. Kynntu þér málið!Báðir höfundar eru líffræðingar að mennt og starfa sem ráðgjafar hjá Beluga ehf.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun