Stóriðjusovét Sjálfstæðisflokksins Árni Páll Árnason skrifar 1. febrúar 2007 00:01 Forystumenn stjórnarflokkanna klifa nú á því að engin stóriðjustefna sé rekin af hálfu hins opinbera og ákvarðanir um virkjanir séu teknar í frjálsum viðskiptum milli orkukaupenda og orku-fyrirtækja. Þetta er tómur þvættingur. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um sovéskt efnahagskerfi í stóriðjusölu. Opinber orkufyrirtæki hafa notið sérréttinda til að reka raforkuver og hitaveitur. Þessara réttinda var upphaflega þörf til að tryggja okkur öllum ljós og hita í hús og orku til innlendrar atvinnustarfsemi. Í krafti þeirra höfðu fyrirtækin möguleika til að taka nauðsynlegar auðlindir eignarnámi og afla fjár til þeirra verkefna með ríkis-ábyrgð. Lítum á staðreyndir. Opinber orkufyrirtæki geta krafist eignarnáms á orkulindum sem þau vilja nota við orkuöflun til stóriðju. Ákvæði um eignarnám, sem sett voru til að tryggja öflun á orku til íslensks almennings, eru í dag misnotuð til að fyrirtækin geti sölsað undir sig orkuauðlindir án þess að greiða umráðamönnum þeirra markaðsverð í frjálsum viðskiptum. Þessi fyrirtæki afla sér ekki heldur lánsfjár á markaðskjörum, þar sem þau njóta ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga. Skattgreiðendur niðurgreiða því orkusölu til stóriðju. Þess vegna þarf aldrei að upplýsa um orkuverð, því erlendir lánardrottnar líta svo á þeir séu að lána ríkinu peningana. Ef Sjálfstæðisflokkurinn meinar eitthvað með sífri sínu um mikilvægi markaðslausna og nýfundinn áhuga á umhverfismálum getur hann gert tvennt í skyndi: Afnumið heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms nema þegar um er að ræða virkjanir í þágu almennings og bannað orkufyrirtækjum að afla fjár til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju nema með því að stofna um hana sérstök hlutafélög, sem þyrftu þá að afla fjár á markaðskjörum. Og þá myndi lítið þýða að halda orkuverðinu leyndu fyrir erlendum fjárfestum. Þetta myndi marka fyrstu teiknin um fráhvarf Sjálfstæðisflokksins frá sovéskum stjórnarháttum í efnahags- og atvinnulífi. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Forystumenn stjórnarflokkanna klifa nú á því að engin stóriðjustefna sé rekin af hálfu hins opinbera og ákvarðanir um virkjanir séu teknar í frjálsum viðskiptum milli orkukaupenda og orku-fyrirtækja. Þetta er tómur þvættingur. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um sovéskt efnahagskerfi í stóriðjusölu. Opinber orkufyrirtæki hafa notið sérréttinda til að reka raforkuver og hitaveitur. Þessara réttinda var upphaflega þörf til að tryggja okkur öllum ljós og hita í hús og orku til innlendrar atvinnustarfsemi. Í krafti þeirra höfðu fyrirtækin möguleika til að taka nauðsynlegar auðlindir eignarnámi og afla fjár til þeirra verkefna með ríkis-ábyrgð. Lítum á staðreyndir. Opinber orkufyrirtæki geta krafist eignarnáms á orkulindum sem þau vilja nota við orkuöflun til stóriðju. Ákvæði um eignarnám, sem sett voru til að tryggja öflun á orku til íslensks almennings, eru í dag misnotuð til að fyrirtækin geti sölsað undir sig orkuauðlindir án þess að greiða umráðamönnum þeirra markaðsverð í frjálsum viðskiptum. Þessi fyrirtæki afla sér ekki heldur lánsfjár á markaðskjörum, þar sem þau njóta ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga. Skattgreiðendur niðurgreiða því orkusölu til stóriðju. Þess vegna þarf aldrei að upplýsa um orkuverð, því erlendir lánardrottnar líta svo á þeir séu að lána ríkinu peningana. Ef Sjálfstæðisflokkurinn meinar eitthvað með sífri sínu um mikilvægi markaðslausna og nýfundinn áhuga á umhverfismálum getur hann gert tvennt í skyndi: Afnumið heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms nema þegar um er að ræða virkjanir í þágu almennings og bannað orkufyrirtækjum að afla fjár til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju nema með því að stofna um hana sérstök hlutafélög, sem þyrftu þá að afla fjár á markaðskjörum. Og þá myndi lítið þýða að halda orkuverðinu leyndu fyrir erlendum fjárfestum. Þetta myndi marka fyrstu teiknin um fráhvarf Sjálfstæðisflokksins frá sovéskum stjórnarháttum í efnahags- og atvinnulífi. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun