Gildir einu hvort skilgreint sem borgarastyrjöld 5. desember 2006 19:00 Tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir Bandaríkjamenn ekki á sigurbraut í Írak. Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið þar verra en borgarastyrjöld. En á meðan tekist er á um hvort borgarastyrjöld geisi þar deyja fjölmargir Írakar víðsvegar um landið á degi hverjum og fyrir ættingju þeirra gildir einu hvernig átökin í Írak eru skilgreind. Erfiðlega hefur þó gengið að skera úr um svo óyggjandi sé hve margir Írakar hafi fallið í valinn frá innrás fjölþjóðlega herliðsins í Írak í mars 2003. Vitað er að rúmlega þrjú þúsund hermenn hafa fallið frá innrásinni, langflestir þeirra Bandaríkjamenn eða tæplega tvö þúsund og níu hundruð. Hundrað tuttugu og fimm Bretar hafa fallið og hundrað tuttugu og einn hermaður frá sextán öðrum þjóðlöndum. Hið virta læknarit Lancet birti nýlega niðurstöður könnunar meðal Íraka og er því haldið fram að sex hundruð fimmtíu og fimm þúsund Írakar hafi fallið frá innrásinni og fram í júlí á þessu ári. Hópur sem kallar sig Iraq Body Count hefur hins vegar beitt þeirri aðferð að halda til haga þeim fjölda fallinna sem greint er frá í fjölmiðlum. Samkvæmt þessu korti má sjá að það er mat hópsins að tæplega fimmtíu þúsund Írakar hafi fallið frá innrásinni, þar af flestir í höfuðborginni, Bagdad, eða rúmlega þrjátíu og eitt þúsund. Auk þessa hafa rúmlega tvö hundruð og þrjátíu þúsund Írakar hrakist frá heimilum sínum á þessu ári vegna átaka. Miðað við þetta þarf ekki að koma á óvart að talað sé um að borgarastyrjöld geisi í landinu og að Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segi ástandið jafnvel verra en borgarastyrjöld. Robert Gates, tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag en Bandaríkjaforseti þarf staðfestingu þings til að Gates geti tekið við af Donald Rumsfeld sem sagði af sér í síðasta mánuði. Gates segir Bandaríkjamenn ekki á sigurbraut í Írak. Hann telur Bush Bandaríkjaforseta gera sér grein fyrir að stefnubreytingar sé þörf. Beðið er eftir tillögum sérstakrar nefndar Bandaríkjaþings um málefni Íraks sem skilar af sér á morgun. Reiknað er með að þar verði lagt til að bandarískir hermenn verði kallaðir heim frá Írak í áföngum á næsta eina og hálfa árinu. Stjórnvöld í Írak hafa ákveðið að senda fulltrúa til viðræðna við ráðamenn í nágrannalöndum til að undirbúa ráðstefnu um ástandið í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir Bandaríkjamenn ekki á sigurbraut í Írak. Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið þar verra en borgarastyrjöld. En á meðan tekist er á um hvort borgarastyrjöld geisi þar deyja fjölmargir Írakar víðsvegar um landið á degi hverjum og fyrir ættingju þeirra gildir einu hvernig átökin í Írak eru skilgreind. Erfiðlega hefur þó gengið að skera úr um svo óyggjandi sé hve margir Írakar hafi fallið í valinn frá innrás fjölþjóðlega herliðsins í Írak í mars 2003. Vitað er að rúmlega þrjú þúsund hermenn hafa fallið frá innrásinni, langflestir þeirra Bandaríkjamenn eða tæplega tvö þúsund og níu hundruð. Hundrað tuttugu og fimm Bretar hafa fallið og hundrað tuttugu og einn hermaður frá sextán öðrum þjóðlöndum. Hið virta læknarit Lancet birti nýlega niðurstöður könnunar meðal Íraka og er því haldið fram að sex hundruð fimmtíu og fimm þúsund Írakar hafi fallið frá innrásinni og fram í júlí á þessu ári. Hópur sem kallar sig Iraq Body Count hefur hins vegar beitt þeirri aðferð að halda til haga þeim fjölda fallinna sem greint er frá í fjölmiðlum. Samkvæmt þessu korti má sjá að það er mat hópsins að tæplega fimmtíu þúsund Írakar hafi fallið frá innrásinni, þar af flestir í höfuðborginni, Bagdad, eða rúmlega þrjátíu og eitt þúsund. Auk þessa hafa rúmlega tvö hundruð og þrjátíu þúsund Írakar hrakist frá heimilum sínum á þessu ári vegna átaka. Miðað við þetta þarf ekki að koma á óvart að talað sé um að borgarastyrjöld geisi í landinu og að Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segi ástandið jafnvel verra en borgarastyrjöld. Robert Gates, tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag en Bandaríkjaforseti þarf staðfestingu þings til að Gates geti tekið við af Donald Rumsfeld sem sagði af sér í síðasta mánuði. Gates segir Bandaríkjamenn ekki á sigurbraut í Írak. Hann telur Bush Bandaríkjaforseta gera sér grein fyrir að stefnubreytingar sé þörf. Beðið er eftir tillögum sérstakrar nefndar Bandaríkjaþings um málefni Íraks sem skilar af sér á morgun. Reiknað er með að þar verði lagt til að bandarískir hermenn verði kallaðir heim frá Írak í áföngum á næsta eina og hálfa árinu. Stjórnvöld í Írak hafa ákveðið að senda fulltrúa til viðræðna við ráðamenn í nágrannalöndum til að undirbúa ráðstefnu um ástandið í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira