Rúmlega 100 rænt 14. nóvember 2006 12:31 Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Mannræningjarnir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og föru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir klæddust einkennisbúningum lögreglunnar. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og hirtu af þeim farsíma. Mannræningjarnir höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, færðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Óvíst er hvort og þá hvenær verður gerð krafa um lausnargjald. BBC hefur eftir vitni að mannræningjarnir hafi aðeins haft á brott með sér súnnímúslima en formaður menntamálanefndar þingsins segir bæði súnní- og sjíamúslimum hafa verið rænt úr ráðuneytinu. Þingmaðurinn greindi frá mannráninu á þingfundi í morgun í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, til að svara af fullri hörku. Af atburðum morgunsins má ráða að ástandið í Írak fer síður en svo batnandi. Sérskipuð ráðgjafanefnd Bandaríkjaþings um málefni Íraks átti í gær fund með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Nefndin er skipuð fulltrúum repúblíkana og demókrata og fyrir henni fer James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Áætlað er að nefndin skili niðurstöðu fyrir áramót. Baker hefur sagt ráðamönnum að þeir geti ekki búist við töfralausn í næsta mánuði. Þess vegna hafi verið leitað upplýsinga víða. Sem dæmi mun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða við nefndina í gegnum myndsíma. Blair sagði í ræðu í Lundúnum í gærkvöldi að hafa samvinnu við öll lönd í Mið-Austurlöndum ef takast ætti að stilla til friðar. Hann hvatti Írana til að snúa baki við hryðjuverkamönnum ellegar yrðu stjórnvöld í Teheran einangruð. Ekki var að ráða af ræðunni að stefnan gagnvart Íran og Sýrlandi af hendi Breta yrði mildari og heldur ekki af ummælum Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir ekki síður mikilvægt að Íranar leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna og Sýrlendingar haldi sig frá Líbanon áður en viðræður við og með ríkjunum geti hafist. Ræddur hefur verið sá möguleiki að Íranar og Sýrlendingar taki þátt í umræðum um framtíð Íraks. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Mannræningjarnir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og föru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir klæddust einkennisbúningum lögreglunnar. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og hirtu af þeim farsíma. Mannræningjarnir höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, færðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Óvíst er hvort og þá hvenær verður gerð krafa um lausnargjald. BBC hefur eftir vitni að mannræningjarnir hafi aðeins haft á brott með sér súnnímúslima en formaður menntamálanefndar þingsins segir bæði súnní- og sjíamúslimum hafa verið rænt úr ráðuneytinu. Þingmaðurinn greindi frá mannráninu á þingfundi í morgun í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, til að svara af fullri hörku. Af atburðum morgunsins má ráða að ástandið í Írak fer síður en svo batnandi. Sérskipuð ráðgjafanefnd Bandaríkjaþings um málefni Íraks átti í gær fund með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Nefndin er skipuð fulltrúum repúblíkana og demókrata og fyrir henni fer James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Áætlað er að nefndin skili niðurstöðu fyrir áramót. Baker hefur sagt ráðamönnum að þeir geti ekki búist við töfralausn í næsta mánuði. Þess vegna hafi verið leitað upplýsinga víða. Sem dæmi mun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða við nefndina í gegnum myndsíma. Blair sagði í ræðu í Lundúnum í gærkvöldi að hafa samvinnu við öll lönd í Mið-Austurlöndum ef takast ætti að stilla til friðar. Hann hvatti Írana til að snúa baki við hryðjuverkamönnum ellegar yrðu stjórnvöld í Teheran einangruð. Ekki var að ráða af ræðunni að stefnan gagnvart Íran og Sýrlandi af hendi Breta yrði mildari og heldur ekki af ummælum Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir ekki síður mikilvægt að Íranar leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna og Sýrlendingar haldi sig frá Líbanon áður en viðræður við og með ríkjunum geti hafist. Ræddur hefur verið sá möguleiki að Íranar og Sýrlendingar taki þátt í umræðum um framtíð Íraks.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira