Rúmlega 100 rænt 14. nóvember 2006 12:31 Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Mannræningjarnir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og föru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir klæddust einkennisbúningum lögreglunnar. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og hirtu af þeim farsíma. Mannræningjarnir höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, færðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Óvíst er hvort og þá hvenær verður gerð krafa um lausnargjald. BBC hefur eftir vitni að mannræningjarnir hafi aðeins haft á brott með sér súnnímúslima en formaður menntamálanefndar þingsins segir bæði súnní- og sjíamúslimum hafa verið rænt úr ráðuneytinu. Þingmaðurinn greindi frá mannráninu á þingfundi í morgun í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, til að svara af fullri hörku. Af atburðum morgunsins má ráða að ástandið í Írak fer síður en svo batnandi. Sérskipuð ráðgjafanefnd Bandaríkjaþings um málefni Íraks átti í gær fund með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Nefndin er skipuð fulltrúum repúblíkana og demókrata og fyrir henni fer James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Áætlað er að nefndin skili niðurstöðu fyrir áramót. Baker hefur sagt ráðamönnum að þeir geti ekki búist við töfralausn í næsta mánuði. Þess vegna hafi verið leitað upplýsinga víða. Sem dæmi mun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða við nefndina í gegnum myndsíma. Blair sagði í ræðu í Lundúnum í gærkvöldi að hafa samvinnu við öll lönd í Mið-Austurlöndum ef takast ætti að stilla til friðar. Hann hvatti Írana til að snúa baki við hryðjuverkamönnum ellegar yrðu stjórnvöld í Teheran einangruð. Ekki var að ráða af ræðunni að stefnan gagnvart Íran og Sýrlandi af hendi Breta yrði mildari og heldur ekki af ummælum Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir ekki síður mikilvægt að Íranar leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna og Sýrlendingar haldi sig frá Líbanon áður en viðræður við og með ríkjunum geti hafist. Ræddur hefur verið sá möguleiki að Íranar og Sýrlendingar taki þátt í umræðum um framtíð Íraks. Erlent Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Mannræningjarnir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og föru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir klæddust einkennisbúningum lögreglunnar. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og hirtu af þeim farsíma. Mannræningjarnir höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, færðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Óvíst er hvort og þá hvenær verður gerð krafa um lausnargjald. BBC hefur eftir vitni að mannræningjarnir hafi aðeins haft á brott með sér súnnímúslima en formaður menntamálanefndar þingsins segir bæði súnní- og sjíamúslimum hafa verið rænt úr ráðuneytinu. Þingmaðurinn greindi frá mannráninu á þingfundi í morgun í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, til að svara af fullri hörku. Af atburðum morgunsins má ráða að ástandið í Írak fer síður en svo batnandi. Sérskipuð ráðgjafanefnd Bandaríkjaþings um málefni Íraks átti í gær fund með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Nefndin er skipuð fulltrúum repúblíkana og demókrata og fyrir henni fer James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Áætlað er að nefndin skili niðurstöðu fyrir áramót. Baker hefur sagt ráðamönnum að þeir geti ekki búist við töfralausn í næsta mánuði. Þess vegna hafi verið leitað upplýsinga víða. Sem dæmi mun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða við nefndina í gegnum myndsíma. Blair sagði í ræðu í Lundúnum í gærkvöldi að hafa samvinnu við öll lönd í Mið-Austurlöndum ef takast ætti að stilla til friðar. Hann hvatti Írana til að snúa baki við hryðjuverkamönnum ellegar yrðu stjórnvöld í Teheran einangruð. Ekki var að ráða af ræðunni að stefnan gagnvart Íran og Sýrlandi af hendi Breta yrði mildari og heldur ekki af ummælum Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir ekki síður mikilvægt að Íranar leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna og Sýrlendingar haldi sig frá Líbanon áður en viðræður við og með ríkjunum geti hafist. Ræddur hefur verið sá möguleiki að Íranar og Sýrlendingar taki þátt í umræðum um framtíð Íraks.
Erlent Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira