Rúmlega 100 rænt 14. nóvember 2006 12:31 Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Mannræningjarnir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og föru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir klæddust einkennisbúningum lögreglunnar. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og hirtu af þeim farsíma. Mannræningjarnir höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, færðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Óvíst er hvort og þá hvenær verður gerð krafa um lausnargjald. BBC hefur eftir vitni að mannræningjarnir hafi aðeins haft á brott með sér súnnímúslima en formaður menntamálanefndar þingsins segir bæði súnní- og sjíamúslimum hafa verið rænt úr ráðuneytinu. Þingmaðurinn greindi frá mannráninu á þingfundi í morgun í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, til að svara af fullri hörku. Af atburðum morgunsins má ráða að ástandið í Írak fer síður en svo batnandi. Sérskipuð ráðgjafanefnd Bandaríkjaþings um málefni Íraks átti í gær fund með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Nefndin er skipuð fulltrúum repúblíkana og demókrata og fyrir henni fer James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Áætlað er að nefndin skili niðurstöðu fyrir áramót. Baker hefur sagt ráðamönnum að þeir geti ekki búist við töfralausn í næsta mánuði. Þess vegna hafi verið leitað upplýsinga víða. Sem dæmi mun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða við nefndina í gegnum myndsíma. Blair sagði í ræðu í Lundúnum í gærkvöldi að hafa samvinnu við öll lönd í Mið-Austurlöndum ef takast ætti að stilla til friðar. Hann hvatti Írana til að snúa baki við hryðjuverkamönnum ellegar yrðu stjórnvöld í Teheran einangruð. Ekki var að ráða af ræðunni að stefnan gagnvart Íran og Sýrlandi af hendi Breta yrði mildari og heldur ekki af ummælum Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir ekki síður mikilvægt að Íranar leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna og Sýrlendingar haldi sig frá Líbanon áður en viðræður við og með ríkjunum geti hafist. Ræddur hefur verið sá möguleiki að Íranar og Sýrlendingar taki þátt í umræðum um framtíð Íraks. Erlent Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Mannræningjarnir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og föru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir klæddust einkennisbúningum lögreglunnar. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og hirtu af þeim farsíma. Mannræningjarnir höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, færðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Óvíst er hvort og þá hvenær verður gerð krafa um lausnargjald. BBC hefur eftir vitni að mannræningjarnir hafi aðeins haft á brott með sér súnnímúslima en formaður menntamálanefndar þingsins segir bæði súnní- og sjíamúslimum hafa verið rænt úr ráðuneytinu. Þingmaðurinn greindi frá mannráninu á þingfundi í morgun í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, til að svara af fullri hörku. Af atburðum morgunsins má ráða að ástandið í Írak fer síður en svo batnandi. Sérskipuð ráðgjafanefnd Bandaríkjaþings um málefni Íraks átti í gær fund með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Nefndin er skipuð fulltrúum repúblíkana og demókrata og fyrir henni fer James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Áætlað er að nefndin skili niðurstöðu fyrir áramót. Baker hefur sagt ráðamönnum að þeir geti ekki búist við töfralausn í næsta mánuði. Þess vegna hafi verið leitað upplýsinga víða. Sem dæmi mun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða við nefndina í gegnum myndsíma. Blair sagði í ræðu í Lundúnum í gærkvöldi að hafa samvinnu við öll lönd í Mið-Austurlöndum ef takast ætti að stilla til friðar. Hann hvatti Írana til að snúa baki við hryðjuverkamönnum ellegar yrðu stjórnvöld í Teheran einangruð. Ekki var að ráða af ræðunni að stefnan gagnvart Íran og Sýrlandi af hendi Breta yrði mildari og heldur ekki af ummælum Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir ekki síður mikilvægt að Íranar leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna og Sýrlendingar haldi sig frá Líbanon áður en viðræður við og með ríkjunum geti hafist. Ræddur hefur verið sá möguleiki að Íranar og Sýrlendingar taki þátt í umræðum um framtíð Íraks.
Erlent Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira