Að minnsta kosti átta létust og níu slösuðust þegar olíutankur sprakk í Mexíkó í gær. Tankurinn var á svæði olíufyrirtækis í eigu ríkisins og varð sprengingin nærri borginni Coatzacoalcos í Veracruzfylki. Flytja þurfti um fjögur hundruð starfsmenn af svæðinu vegna sprengingarinnar. Talsmaður fyrirtækisins segir að sprengingin hafi orðið þegar verið var að afferma gasolíu úr skipi.
Erlent