Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í dag að Tyrkir myndu leita hefnda gegn Frökkum, sem í gær samþykktu lög um að skilgreina það sem glæpsamlegt athæfi að neita því að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni.
Erdogan sagði að viðskipti Tyrklands við Frakkland næmi um 800 milljörðum króna á ári, sem væri um eitt og hálft prósent af allri útflutningsverslun Frakka. Neytendasamtök í Tyrklandi hafa sent frá sér hvatningu til neytenda um að sniðganga franskar vörur.