Poppsöngkonana Madonna og eiginmaður hennar, breski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, sóttu í dag um að fá að ættleiða ársgamlan dreng frá Malaví. Þau tóku drenginn í fóstur í dag eftir að dómari í heimalandi hans hafði heimilað það. Um leið lögðu hjónin fram formlega umsókn um að fá að ættleiða hann.
Móðir drengsins er látinn en faðir hans, Yohame Banda, er enn á lífi. Hann sagðist ánægður fyrir hönd sonar síns og fagna því að hjónakornin frægu vildu verða foreldra hans og koma honum til manns.
Madonna hefur ekkert viljað tala við fjölmiðla síðan hún kom til Malaví í fylgd eiginmanns síns fyrr í þessum mánuði. Hún hefur þó komið fram opinberla þar á ýmsum samkomum á vegu góðgerðarsamtaka sem hún styður og hjálpa munaðarlausum börnum sem hafa misst foreldra sína vegna alnæmis.