Tyrkneska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga að ári. Áður höfðu stjórnmálaskýrendur í Tyklandi gert því skóna að Réttlætis- og þróunarflokkurinn, sem situr í ríkisstjórn, ætlaði að boða til kosninga hið fyrsta.
Samkvæmt þessu ganga Tyrkir að kjörborðinu 4. nóvember 2007. Það voru þingmenn Réttlætis- og þróunarflokkurinn, auk þingmanna tveggja stjórnarandstöðuflokka, sem greiddu tillögu um kosningar atkvæði sitt.