Segja lýðræði komið aftur á hið fyrsta 19. september 2006 22:30 Hermenn á götum Bangkok í dag. MYND/AP Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Það var síðdegis í dag, eða um miðnætti að staðartíma, sem skriðdrekar umkringdu stjórnarráðið í Bangkok og hermenn réðust þar til inngöngu. Í kjölfarið lýsti Thanksin Shinawatra, forsætisráðherra, yfir neyðarástandi í landinu, en hann er staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og segist ennþá vera við völd. Á sjöunda tímanum í kvöld lýstu leiðtogar klofningshóps úr hernum því hins vegar yfir að herlög giltu í landinu, ríkisstjórnin hefði verið leyst frá völdum og stjórnarskráin felld úr gildi. Þeir sögðu valdaránið nauðsynlegt vegna langvarandi spillingar ríkisstjórnarinnar. Lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og frekast væri kostur. Leiðtogar klofningshópsins fóru síðan á fund Bhumibols konungs. Leiðtogi hópsins er Sonthi Boonyaratglin, herforingi, sem var rekinn í dag. Klofningshópurinn hefur lýst yfir stuðningi við konung en það þarf þó ekki að þýða að hann standi að baki valdaráninu, enda nýtur hann mikils stuðnings meðal langflestra þegna sinna og því þarf ekki að koma á óvart að þeir sem ræni völdum lýsi yfir stuðningi við hann. Sá orðrómur hefur verið þrálátur um nokkurt skeið í Taílandi að herinn hyggðist láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni, enda óhætt að segja að forsætisráðherrann hafi verið umdeildur og sakaður um að skara eld að köku sinni og gera vel við ættingja og vini. Hann leysti upp þing í febrúar og flokkur hans sigraði svo í kosningum í apríl en þær voru síðan dæmdar ólöglegar og því átti að kjósa á ný í haust. Líklegt var talið að flokkur forsætisráðherrans færi með sigur af hólmi þar sem hann nýtur töluverðs stuðnings á landsbyggðinni. Enn virðist ekki hafa komið til blóðsúthellingar í valdaráninu. Óvíst er hvenær forsætisráðherrann snýr aftur heim en vitað er að hann hefur hætt við ræðu sína á allsherjarþinginu og mun að öllum líkindum snúa heim fyrr en áætlað var. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Það var síðdegis í dag, eða um miðnætti að staðartíma, sem skriðdrekar umkringdu stjórnarráðið í Bangkok og hermenn réðust þar til inngöngu. Í kjölfarið lýsti Thanksin Shinawatra, forsætisráðherra, yfir neyðarástandi í landinu, en hann er staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og segist ennþá vera við völd. Á sjöunda tímanum í kvöld lýstu leiðtogar klofningshóps úr hernum því hins vegar yfir að herlög giltu í landinu, ríkisstjórnin hefði verið leyst frá völdum og stjórnarskráin felld úr gildi. Þeir sögðu valdaránið nauðsynlegt vegna langvarandi spillingar ríkisstjórnarinnar. Lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og frekast væri kostur. Leiðtogar klofningshópsins fóru síðan á fund Bhumibols konungs. Leiðtogi hópsins er Sonthi Boonyaratglin, herforingi, sem var rekinn í dag. Klofningshópurinn hefur lýst yfir stuðningi við konung en það þarf þó ekki að þýða að hann standi að baki valdaráninu, enda nýtur hann mikils stuðnings meðal langflestra þegna sinna og því þarf ekki að koma á óvart að þeir sem ræni völdum lýsi yfir stuðningi við hann. Sá orðrómur hefur verið þrálátur um nokkurt skeið í Taílandi að herinn hyggðist láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni, enda óhætt að segja að forsætisráðherrann hafi verið umdeildur og sakaður um að skara eld að köku sinni og gera vel við ættingja og vini. Hann leysti upp þing í febrúar og flokkur hans sigraði svo í kosningum í apríl en þær voru síðan dæmdar ólöglegar og því átti að kjósa á ný í haust. Líklegt var talið að flokkur forsætisráðherrans færi með sigur af hólmi þar sem hann nýtur töluverðs stuðnings á landsbyggðinni. Enn virðist ekki hafa komið til blóðsúthellingar í valdaráninu. Óvíst er hvenær forsætisráðherrann snýr aftur heim en vitað er að hann hefur hætt við ræðu sína á allsherjarþinginu og mun að öllum líkindum snúa heim fyrr en áætlað var.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira