Segja lýðræði komið aftur á hið fyrsta 19. september 2006 22:30 Hermenn á götum Bangkok í dag. MYND/AP Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Það var síðdegis í dag, eða um miðnætti að staðartíma, sem skriðdrekar umkringdu stjórnarráðið í Bangkok og hermenn réðust þar til inngöngu. Í kjölfarið lýsti Thanksin Shinawatra, forsætisráðherra, yfir neyðarástandi í landinu, en hann er staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og segist ennþá vera við völd. Á sjöunda tímanum í kvöld lýstu leiðtogar klofningshóps úr hernum því hins vegar yfir að herlög giltu í landinu, ríkisstjórnin hefði verið leyst frá völdum og stjórnarskráin felld úr gildi. Þeir sögðu valdaránið nauðsynlegt vegna langvarandi spillingar ríkisstjórnarinnar. Lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og frekast væri kostur. Leiðtogar klofningshópsins fóru síðan á fund Bhumibols konungs. Leiðtogi hópsins er Sonthi Boonyaratglin, herforingi, sem var rekinn í dag. Klofningshópurinn hefur lýst yfir stuðningi við konung en það þarf þó ekki að þýða að hann standi að baki valdaráninu, enda nýtur hann mikils stuðnings meðal langflestra þegna sinna og því þarf ekki að koma á óvart að þeir sem ræni völdum lýsi yfir stuðningi við hann. Sá orðrómur hefur verið þrálátur um nokkurt skeið í Taílandi að herinn hyggðist láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni, enda óhætt að segja að forsætisráðherrann hafi verið umdeildur og sakaður um að skara eld að köku sinni og gera vel við ættingja og vini. Hann leysti upp þing í febrúar og flokkur hans sigraði svo í kosningum í apríl en þær voru síðan dæmdar ólöglegar og því átti að kjósa á ný í haust. Líklegt var talið að flokkur forsætisráðherrans færi með sigur af hólmi þar sem hann nýtur töluverðs stuðnings á landsbyggðinni. Enn virðist ekki hafa komið til blóðsúthellingar í valdaráninu. Óvíst er hvenær forsætisráðherrann snýr aftur heim en vitað er að hann hefur hætt við ræðu sína á allsherjarþinginu og mun að öllum líkindum snúa heim fyrr en áætlað var. Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Það var síðdegis í dag, eða um miðnætti að staðartíma, sem skriðdrekar umkringdu stjórnarráðið í Bangkok og hermenn réðust þar til inngöngu. Í kjölfarið lýsti Thanksin Shinawatra, forsætisráðherra, yfir neyðarástandi í landinu, en hann er staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og segist ennþá vera við völd. Á sjöunda tímanum í kvöld lýstu leiðtogar klofningshóps úr hernum því hins vegar yfir að herlög giltu í landinu, ríkisstjórnin hefði verið leyst frá völdum og stjórnarskráin felld úr gildi. Þeir sögðu valdaránið nauðsynlegt vegna langvarandi spillingar ríkisstjórnarinnar. Lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og frekast væri kostur. Leiðtogar klofningshópsins fóru síðan á fund Bhumibols konungs. Leiðtogi hópsins er Sonthi Boonyaratglin, herforingi, sem var rekinn í dag. Klofningshópurinn hefur lýst yfir stuðningi við konung en það þarf þó ekki að þýða að hann standi að baki valdaráninu, enda nýtur hann mikils stuðnings meðal langflestra þegna sinna og því þarf ekki að koma á óvart að þeir sem ræni völdum lýsi yfir stuðningi við hann. Sá orðrómur hefur verið þrálátur um nokkurt skeið í Taílandi að herinn hyggðist láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni, enda óhætt að segja að forsætisráðherrann hafi verið umdeildur og sakaður um að skara eld að köku sinni og gera vel við ættingja og vini. Hann leysti upp þing í febrúar og flokkur hans sigraði svo í kosningum í apríl en þær voru síðan dæmdar ólöglegar og því átti að kjósa á ný í haust. Líklegt var talið að flokkur forsætisráðherrans færi með sigur af hólmi þar sem hann nýtur töluverðs stuðnings á landsbyggðinni. Enn virðist ekki hafa komið til blóðsúthellingar í valdaráninu. Óvíst er hvenær forsætisráðherrann snýr aftur heim en vitað er að hann hefur hætt við ræðu sína á allsherjarþinginu og mun að öllum líkindum snúa heim fyrr en áætlað var.
Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira