Fótbolti

Frábær fyrri hálfleikur á Old Trafford

Louis Saha hefur skorað tvö mörk í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni
Louis Saha hefur skorað tvö mörk í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í meistaradeild Evrópu. Mesta fjörið hefur klárlega verið á Old Trafford, þar sem staðan í leik heimamanna Manchester United og Celtic er jöfn 2-2 eftir stórkostlegan fyrri hálfleik - allt í beinni á Sýn.

Jan Vennegoor of Hesselink kom Skotunum yfir í leiknum en Louis Saha virtist koma United í góð mál með tveimur mörkum á 30. og 40. mínútu. Það var hinsvegar hinn magnaði Jakamura sem jafnaði metin fyrir Celtic á 43. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Frakklandsmeistarar Lyon eru að vinna Real Madrid 2-0 á heimavelli, Steua er að vinna Dynamo Kiev 3-1 á útivelli, Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Hamburg úti, þar sem Gilberto skoraði úr víti í upphafi leiks, en þýska liðið spilar á 10 mönnum. AC Milan hefur yfir 2-0 gegn AEK, Anderlecht hefur yfir 1-0 gegn Lille og markalaust er í leikjum FC Kaupmannahafnar og Benfica - og svo í leik Porto og CSKA frá Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×