Fótbolti

Chelsea gæti átt eftir að sjá eftir sölunni á Eiði Smára

Þeir Eiður Smári og Ronaldinho eiga vafalítið eftir að reynast Chelsea erfiður biti að kyngja í meistaradeildinni
Þeir Eiður Smári og Ronaldinho eiga vafalítið eftir að reynast Chelsea erfiður biti að kyngja í meistaradeildinni

Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona, segir að Chelsea eigi eftir að sjá eftir því að hafa selt Eið Smára Guðjohnsen og spáir því að ef til vill gæti Íslendingurinn knái átt eftir að reynast fyrrum félögum sínum erfiður þegar liðin mætast í meistaradeildinni enn einu sinni í næsta mánuði.

"Eiður er frábær leikmaður og sýndi það svo sannarlega þegar hann spilaði á Englandi. Hann hefur líka sýnt það frá byrjun með okkur að hann er mjög hæfileikaríkur og á eftir að reynast okkur gríðarlega mikilvægur - ekki síst þegar við mætum Chelsea í meistaradeildinni," sagði Ronaldinho og bætti því við að hann hlakkaði mikið til að mæta Chelsea enn eina ferðina.

"Ég verð aldrei þreyttur á að spila við Chelsea. Öll bestu liðin í Evrópu vilja að sjálfssögðu reyna sig gegn þeim bestu og ég get ekki beðið eftir því að mæta Chelsea," sagði Ronaldinho, en fyrri leikur þessara stórvelda verður í London í næsta mánuði og verður hann að sjálfssögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×