Körfubolti

Bandaríkjamenn hirtu bronsið

Dwyane Wade fór á kostum í liði Bandaríkjamanna í dag
Dwyane Wade fór á kostum í liði Bandaríkjamanna í dag NordicPhotos/GettyImages

Bandaríska landsliðið tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum sigri á Argentínumönnum 96-81. Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Bandaríkjamenn, sem þurftu að gera sér þriðja sætið að góðu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum.

LeBron James skoraði 20 stig, hirti 9 fráköst og 7 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 15 stig. Luis Scola skoraði 19 stig fyrir Argentínu, Andres Nocioni skoraði 18 stig. Manu Ginobili skoraði aðeins 10 stig og skoraði ekki körfu utan af velli fyrr en um miðjan fjórða leikhlutann.

Argentínumenn höfðu reyndar frumkvæðið í fyrri hálfleik, en Bandaríkjamenn komust yfir í þriðja leikhlutanum. Í þeim fjórða var svo röðin komin að Dwyane Wade, sem skoraði 18 af 32 stigum sínum undir lokin.

Þá unnu Frakkar góðan sigur á Tyrkjum í leiknum um fimmta sætið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×