Þjóðverjar lögðu Svía 3-0 16. ágúst 2006 21:06 Miroslav Klose hélt uppteknum hætti frá HM og skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja á Schalke Arena, en hann var fyrir leikinn sæmdur verðlaunum fyrir að vera valinn besti leikmaður síðustu leiktíðar í þýsku úrvalsdeildinni Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld. Írar fengu þungan skell á heimavelli sínum þegar þeir tóku á móti Hollendingum í Dublin og töpuðu 4-0. Það var hinn ungi framherji Klaas Jan Huntelaar sem stal senunni í leiknum og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Robin van Persie og Arjen Robben skoruðu sitt markið hvor. Þetta var versta tap Íra á heimavelli í fjóra áratugi. Þess má geta að Írar voru án fjölda lykilmanna í leiknum, þar á meðal þeirra Robbie Keane, Shay Given, Damien Duff, Richard Dunne og Ian Harte. Brasilíumenn mættu til Osló án sinna stærstu stjarna og náðu aðeins jafntefli við Norðmenn 1-1. Þetta var fyrsti leikur Brassa undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Dunga, en Norðmenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Brasilíumönnum. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Norðmanna í leiknum, en framherjinn Carvalho jafnaði fyrir Brasilíumenn. Norður-Írar, mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni EM, unnu góðan sigur á Finnum í Helskinki 2-1. David Healy, leikmaður Leeds, skoraði fyrra mark írska liðsins í sínum 50. landsleik. Heimsmeistarar Ítala fengu óvæntan skell á heimavelli þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Króötum, en ítalska liðið var byggt upp á leikmönnum sem fengu ekki tækifæri á HM í sumar. Þá má loks geta þess að Guus Hiddink byrjaði feril sinn vel sem landsliðsþjálfari Rússa þegar lið hans lagði Letta 1-0, Danir lögðu Pólverja 2-0, Tékkar lágu 3-1 heima fyrir Serbum í kveðjuleik Pavel Nedved og Frakkar lögðu Bosníumenn 2-1 á útivelli. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld. Írar fengu þungan skell á heimavelli sínum þegar þeir tóku á móti Hollendingum í Dublin og töpuðu 4-0. Það var hinn ungi framherji Klaas Jan Huntelaar sem stal senunni í leiknum og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Robin van Persie og Arjen Robben skoruðu sitt markið hvor. Þetta var versta tap Íra á heimavelli í fjóra áratugi. Þess má geta að Írar voru án fjölda lykilmanna í leiknum, þar á meðal þeirra Robbie Keane, Shay Given, Damien Duff, Richard Dunne og Ian Harte. Brasilíumenn mættu til Osló án sinna stærstu stjarna og náðu aðeins jafntefli við Norðmenn 1-1. Þetta var fyrsti leikur Brassa undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Dunga, en Norðmenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Brasilíumönnum. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Norðmanna í leiknum, en framherjinn Carvalho jafnaði fyrir Brasilíumenn. Norður-Írar, mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni EM, unnu góðan sigur á Finnum í Helskinki 2-1. David Healy, leikmaður Leeds, skoraði fyrra mark írska liðsins í sínum 50. landsleik. Heimsmeistarar Ítala fengu óvæntan skell á heimavelli þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Króötum, en ítalska liðið var byggt upp á leikmönnum sem fengu ekki tækifæri á HM í sumar. Þá má loks geta þess að Guus Hiddink byrjaði feril sinn vel sem landsliðsþjálfari Rússa þegar lið hans lagði Letta 1-0, Danir lögðu Pólverja 2-0, Tékkar lágu 3-1 heima fyrir Serbum í kveðjuleik Pavel Nedved og Frakkar lögðu Bosníumenn 2-1 á útivelli.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira