Þjóðverjar lögðu Svía 3-0 16. ágúst 2006 21:06 Miroslav Klose hélt uppteknum hætti frá HM og skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja á Schalke Arena, en hann var fyrir leikinn sæmdur verðlaunum fyrir að vera valinn besti leikmaður síðustu leiktíðar í þýsku úrvalsdeildinni Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld. Írar fengu þungan skell á heimavelli sínum þegar þeir tóku á móti Hollendingum í Dublin og töpuðu 4-0. Það var hinn ungi framherji Klaas Jan Huntelaar sem stal senunni í leiknum og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Robin van Persie og Arjen Robben skoruðu sitt markið hvor. Þetta var versta tap Íra á heimavelli í fjóra áratugi. Þess má geta að Írar voru án fjölda lykilmanna í leiknum, þar á meðal þeirra Robbie Keane, Shay Given, Damien Duff, Richard Dunne og Ian Harte. Brasilíumenn mættu til Osló án sinna stærstu stjarna og náðu aðeins jafntefli við Norðmenn 1-1. Þetta var fyrsti leikur Brassa undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Dunga, en Norðmenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Brasilíumönnum. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Norðmanna í leiknum, en framherjinn Carvalho jafnaði fyrir Brasilíumenn. Norður-Írar, mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni EM, unnu góðan sigur á Finnum í Helskinki 2-1. David Healy, leikmaður Leeds, skoraði fyrra mark írska liðsins í sínum 50. landsleik. Heimsmeistarar Ítala fengu óvæntan skell á heimavelli þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Króötum, en ítalska liðið var byggt upp á leikmönnum sem fengu ekki tækifæri á HM í sumar. Þá má loks geta þess að Guus Hiddink byrjaði feril sinn vel sem landsliðsþjálfari Rússa þegar lið hans lagði Letta 1-0, Danir lögðu Pólverja 2-0, Tékkar lágu 3-1 heima fyrir Serbum í kveðjuleik Pavel Nedved og Frakkar lögðu Bosníumenn 2-1 á útivelli. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld. Írar fengu þungan skell á heimavelli sínum þegar þeir tóku á móti Hollendingum í Dublin og töpuðu 4-0. Það var hinn ungi framherji Klaas Jan Huntelaar sem stal senunni í leiknum og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Robin van Persie og Arjen Robben skoruðu sitt markið hvor. Þetta var versta tap Íra á heimavelli í fjóra áratugi. Þess má geta að Írar voru án fjölda lykilmanna í leiknum, þar á meðal þeirra Robbie Keane, Shay Given, Damien Duff, Richard Dunne og Ian Harte. Brasilíumenn mættu til Osló án sinna stærstu stjarna og náðu aðeins jafntefli við Norðmenn 1-1. Þetta var fyrsti leikur Brassa undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Dunga, en Norðmenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Brasilíumönnum. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Norðmanna í leiknum, en framherjinn Carvalho jafnaði fyrir Brasilíumenn. Norður-Írar, mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni EM, unnu góðan sigur á Finnum í Helskinki 2-1. David Healy, leikmaður Leeds, skoraði fyrra mark írska liðsins í sínum 50. landsleik. Heimsmeistarar Ítala fengu óvæntan skell á heimavelli þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Króötum, en ítalska liðið var byggt upp á leikmönnum sem fengu ekki tækifæri á HM í sumar. Þá má loks geta þess að Guus Hiddink byrjaði feril sinn vel sem landsliðsþjálfari Rússa þegar lið hans lagði Letta 1-0, Danir lögðu Pólverja 2-0, Tékkar lágu 3-1 heima fyrir Serbum í kveðjuleik Pavel Nedved og Frakkar lögðu Bosníumenn 2-1 á útivelli.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira