Dallas valtaði yfir Miami 12. júní 2006 05:41 Avery Johnson stýrir liði Dallas eins og herforingi AFP Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. Jafnræði var með liðnunum fram undir lok annars leikhluta, en Jerry Stackhouse breytti stöðunni úr 40-34 í 50-34 fyrir Dallas með ótrúlegri skotrispu. Hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á þessum kafla og heimamenn því skyndilega komnir í þægilega stöðu. Forysta Dallas jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og fór hátt í 30 stigin á kafla. Miami náði að bjarga andlitinu í lokin þegar úrslitin voru löngu ráðin, en liðið er komið í vond mál og er undir 2-0 í einvíginu. Shaquille O´Neal átti sinn lélegasta leik í úrslitakeppni á ferlinum og skoraði aðeins 5 stig. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami, en náði sér heldur aldrei á strik. Antoine Walker skoraði 20 stig. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst í liði Dallas, Jerry Stackhouse skoraði 19 stig af bekknum og hitti 4 af 5 þristum sínum, Jason Terry skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Josh Howard skoraði 15 stig. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Dallas, en næstu þrír verða nú spilaðir í Miami. Ef með þarf fara svo síðustu tveir leikirnir fram í Dallas. Það verður að öllum líkindum allt annað Miami-lið sem stígur inn á völlinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið og er einvígið fjarri því að vera búið. Það verður þó að segjast eins og er, að Dallas-liðið er komið í ágæta stöðu og varði heimavöll sinn vel í fyrstu tveimur leikjunum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. Jafnræði var með liðnunum fram undir lok annars leikhluta, en Jerry Stackhouse breytti stöðunni úr 40-34 í 50-34 fyrir Dallas með ótrúlegri skotrispu. Hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á þessum kafla og heimamenn því skyndilega komnir í þægilega stöðu. Forysta Dallas jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og fór hátt í 30 stigin á kafla. Miami náði að bjarga andlitinu í lokin þegar úrslitin voru löngu ráðin, en liðið er komið í vond mál og er undir 2-0 í einvíginu. Shaquille O´Neal átti sinn lélegasta leik í úrslitakeppni á ferlinum og skoraði aðeins 5 stig. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami, en náði sér heldur aldrei á strik. Antoine Walker skoraði 20 stig. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst í liði Dallas, Jerry Stackhouse skoraði 19 stig af bekknum og hitti 4 af 5 þristum sínum, Jason Terry skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Josh Howard skoraði 15 stig. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Dallas, en næstu þrír verða nú spilaðir í Miami. Ef með þarf fara svo síðustu tveir leikirnir fram í Dallas. Það verður að öllum líkindum allt annað Miami-lið sem stígur inn á völlinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið og er einvígið fjarri því að vera búið. Það verður þó að segjast eins og er, að Dallas-liðið er komið í ágæta stöðu og varði heimavöll sinn vel í fyrstu tveimur leikjunum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira