Dallas valtaði yfir Miami 12. júní 2006 05:41 Avery Johnson stýrir liði Dallas eins og herforingi AFP Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. Jafnræði var með liðnunum fram undir lok annars leikhluta, en Jerry Stackhouse breytti stöðunni úr 40-34 í 50-34 fyrir Dallas með ótrúlegri skotrispu. Hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á þessum kafla og heimamenn því skyndilega komnir í þægilega stöðu. Forysta Dallas jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og fór hátt í 30 stigin á kafla. Miami náði að bjarga andlitinu í lokin þegar úrslitin voru löngu ráðin, en liðið er komið í vond mál og er undir 2-0 í einvíginu. Shaquille O´Neal átti sinn lélegasta leik í úrslitakeppni á ferlinum og skoraði aðeins 5 stig. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami, en náði sér heldur aldrei á strik. Antoine Walker skoraði 20 stig. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst í liði Dallas, Jerry Stackhouse skoraði 19 stig af bekknum og hitti 4 af 5 þristum sínum, Jason Terry skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Josh Howard skoraði 15 stig. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Dallas, en næstu þrír verða nú spilaðir í Miami. Ef með þarf fara svo síðustu tveir leikirnir fram í Dallas. Það verður að öllum líkindum allt annað Miami-lið sem stígur inn á völlinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið og er einvígið fjarri því að vera búið. Það verður þó að segjast eins og er, að Dallas-liðið er komið í ágæta stöðu og varði heimavöll sinn vel í fyrstu tveimur leikjunum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. Jafnræði var með liðnunum fram undir lok annars leikhluta, en Jerry Stackhouse breytti stöðunni úr 40-34 í 50-34 fyrir Dallas með ótrúlegri skotrispu. Hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á þessum kafla og heimamenn því skyndilega komnir í þægilega stöðu. Forysta Dallas jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og fór hátt í 30 stigin á kafla. Miami náði að bjarga andlitinu í lokin þegar úrslitin voru löngu ráðin, en liðið er komið í vond mál og er undir 2-0 í einvíginu. Shaquille O´Neal átti sinn lélegasta leik í úrslitakeppni á ferlinum og skoraði aðeins 5 stig. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami, en náði sér heldur aldrei á strik. Antoine Walker skoraði 20 stig. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst í liði Dallas, Jerry Stackhouse skoraði 19 stig af bekknum og hitti 4 af 5 þristum sínum, Jason Terry skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Josh Howard skoraði 15 stig. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Dallas, en næstu þrír verða nú spilaðir í Miami. Ef með þarf fara svo síðustu tveir leikirnir fram í Dallas. Það verður að öllum líkindum allt annað Miami-lið sem stígur inn á völlinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið og er einvígið fjarri því að vera búið. Það verður þó að segjast eins og er, að Dallas-liðið er komið í ágæta stöðu og varði heimavöll sinn vel í fyrstu tveimur leikjunum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn