Phoenix í úrslit Vesturdeildar 23. maí 2006 06:23 Steve Nash og félagar eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð AFP Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Phoenix er því komið í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð og er komið þangað nú eftir tvö rafmögnuð einvígi við liðin tvö frá Los Angeles, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöunda leik í báðum tilvikum. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix sem fyrr, skoraði 29 stig og átti 11 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig, Tim Thomas skoraði 16 stig og Boris Diaw skoraði 14 stig. Nash hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða í úrslitakeppninni og voru þau farin að hafa áhrif á hann í síðustu leikjum. "Það var gott að fá smá hvíld, því þá gat ég fengið sjúkraþjálfarana okkar til að tjasla mér aðeins saman," sagði Nash. Elton Brand var frábær í liði Clippers sem fyrr og skoraði 36 stig og hirti 9 fráköst, Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og Shaun Livingston skoraði 14 stig. Phoenix hitti úr 60% skota sinna utan af velli og 15 af 27 þriggja stiga skotum sínum. "Við náðum að spila okkar leik og hanga í þeim framan af, en þegar þeir fóru að raða niður þristunum, fengum við ekki við neitt ráðið," sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers. "Ég vissi að þetta yrði langt kvöld þegar Nash setti fyrsta þristinn," sagði Corey Maggette hjá Clippers. Nash hafði fyrir leikinn hitt úr 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu, en hitti 4 af 5 í nótt. Phoenix mætti Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og hafði betur eftir mjög skemmtilega rimmu. Fyrsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Auðun tekur við Þrótti Vogum Rufu einokun Inga á Íslandsmeistaratitlinum Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Messi var óánægður hjá PSG Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Phoenix er því komið í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð og er komið þangað nú eftir tvö rafmögnuð einvígi við liðin tvö frá Los Angeles, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöunda leik í báðum tilvikum. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix sem fyrr, skoraði 29 stig og átti 11 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig, Tim Thomas skoraði 16 stig og Boris Diaw skoraði 14 stig. Nash hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða í úrslitakeppninni og voru þau farin að hafa áhrif á hann í síðustu leikjum. "Það var gott að fá smá hvíld, því þá gat ég fengið sjúkraþjálfarana okkar til að tjasla mér aðeins saman," sagði Nash. Elton Brand var frábær í liði Clippers sem fyrr og skoraði 36 stig og hirti 9 fráköst, Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og Shaun Livingston skoraði 14 stig. Phoenix hitti úr 60% skota sinna utan af velli og 15 af 27 þriggja stiga skotum sínum. "Við náðum að spila okkar leik og hanga í þeim framan af, en þegar þeir fóru að raða niður þristunum, fengum við ekki við neitt ráðið," sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers. "Ég vissi að þetta yrði langt kvöld þegar Nash setti fyrsta þristinn," sagði Corey Maggette hjá Clippers. Nash hafði fyrir leikinn hitt úr 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu, en hitti 4 af 5 í nótt. Phoenix mætti Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og hafði betur eftir mjög skemmtilega rimmu. Fyrsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Auðun tekur við Þrótti Vogum Rufu einokun Inga á Íslandsmeistaratitlinum Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Messi var óánægður hjá PSG Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli