Oddaleikur hjá Phoenx og LA Clippers 19. maí 2006 05:45 Elton Brand átti mjög góðan leik í sigri Clippers í nótt NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Clippers knúði í nótt fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni með 118-106 sigri á heimavelli sínum í sjötta leiknum í nótt. Bæði lið hafa því unnið þrjá leiki í einvíginu og hreinn úrslitaleikur verður í Phoenix á mánudagskvöldið. Lið Clippers hefur aldrei í sögunni komist lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar, en ef Phoenix hefur sigur í oddaleiknum á mánudag, yrði það í áttunda skipti í sögu félagsins og annað árið í röð sem liðið spilaði í úrslitum Vesturdeildarinnar. Phoenix vann leik 1,3 og 5 í einvíginu, en Clippers leik 2,4 og 6. Phoenix er í sterkri stöðu á heimavelli sínum í oddaleiknum, en heimaliðið hefur unnið 76 af þeim 93 oddaleikjum sem spilaðir hafa verið í 7 leikja seríum í sögu úrslitakeppninnar. "Þetta er frábært, alveg frábært," sagði Sam Cassell, leiðtogi Clippers-liðsins eftir leikinn. "Við náðum að kreista út einn sigur í viðbót og erum á leið í oddaleik. Það er spennandi fyrir ungu strákana í liðinu - og þeir óttast ekkert," sagði hann. Leikirnir þrír sem liðin hafa spilað í Phoenix hafa verið mjög jafnir - Clippers náði að vinna einn en tapaði tveimur mjög naumlega. Elton Brand var stigahæstur í liði Clippers með 30 stig og 12 fráköst og Corey Maggette kom af bekknum og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Quinton Ross skoraði 18 stig, Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 8 stoðsendingar og Chris Kaman skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Shawn Marion skoraði 34 stig, hirti 9 fráköst og stal 6 boltum hjá Phoenix, Leandro Barbosa skoraði 25 stig, Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar og Boris Diaw skoraði 14 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Steve Nash skoraði þriggja stiga körfu í fyrsta leikhlutanum í nótt, en það var fyrsti þristurinn hans síðan í fyrsta leiknum í einvíginu og hafði hann klikkað á 14 slíkum í röð fram að því. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Sjá meira
Los Angeles Clippers knúði í nótt fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni með 118-106 sigri á heimavelli sínum í sjötta leiknum í nótt. Bæði lið hafa því unnið þrjá leiki í einvíginu og hreinn úrslitaleikur verður í Phoenix á mánudagskvöldið. Lið Clippers hefur aldrei í sögunni komist lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar, en ef Phoenix hefur sigur í oddaleiknum á mánudag, yrði það í áttunda skipti í sögu félagsins og annað árið í röð sem liðið spilaði í úrslitum Vesturdeildarinnar. Phoenix vann leik 1,3 og 5 í einvíginu, en Clippers leik 2,4 og 6. Phoenix er í sterkri stöðu á heimavelli sínum í oddaleiknum, en heimaliðið hefur unnið 76 af þeim 93 oddaleikjum sem spilaðir hafa verið í 7 leikja seríum í sögu úrslitakeppninnar. "Þetta er frábært, alveg frábært," sagði Sam Cassell, leiðtogi Clippers-liðsins eftir leikinn. "Við náðum að kreista út einn sigur í viðbót og erum á leið í oddaleik. Það er spennandi fyrir ungu strákana í liðinu - og þeir óttast ekkert," sagði hann. Leikirnir þrír sem liðin hafa spilað í Phoenix hafa verið mjög jafnir - Clippers náði að vinna einn en tapaði tveimur mjög naumlega. Elton Brand var stigahæstur í liði Clippers með 30 stig og 12 fráköst og Corey Maggette kom af bekknum og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Quinton Ross skoraði 18 stig, Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 8 stoðsendingar og Chris Kaman skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Shawn Marion skoraði 34 stig, hirti 9 fráköst og stal 6 boltum hjá Phoenix, Leandro Barbosa skoraði 25 stig, Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar og Boris Diaw skoraði 14 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Steve Nash skoraði þriggja stiga körfu í fyrsta leikhlutanum í nótt, en það var fyrsti þristurinn hans síðan í fyrsta leiknum í einvíginu og hafði hann klikkað á 14 slíkum í röð fram að því.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli