Spámaðurinn hafði loks rangt fyrir sér 16. maí 2006 08:00 Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fagnar hér sigri Cleveland í nótt, en hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki í liðinu í úrslitakeppninni NordicPhotos/GettyImages LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Rasheed Wallace, leikmaður Detroit hefur gert nokkuð af því í úrslitakeppninni á síðustu árum að lofa sigrum fyrirfram hjá Detroit-liðinu og hann slengdi fram einni slíkri spá fyrir fjórða leik liðanna í gærkvöld. Spádómurinn var allt sem liðsmenn Cleveland þurftu, því þeir jöfnuðu metin í 2-2 í einvíginu með miklum baráttusigri á heimavelli sínum. "Það voru allir búnir að afskrifa okkur áður en þetta einvígi hófst, ekki bara Rasheed Wallace, heldur líka fólk í okkar eigin nágrenni. Það kom þó ekki að sök - við þurfum enga frekari hvatningu," sagði LeBron James, sem skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í leiknum. Sjálfur spámaðurinn gat hinsvegar lítið haft sig í frammi stóran hluta úr leiknum eftir að hafa snúið sig á ökkla. Áhorfendur í Cleveland bauluðu hástöfum á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann í leiknum. "Ég hef ekki áhyggjur af þessum gaurum þó við höfum tapað í kvöld. Það er ekki möguleiki í veröldinni að þeir vinni okkur í einvígi, en þeir léku vel í kvöld - ég gef þeim það. Þeir þurftu líka að eiga sinn besta leik til að sigra okkur á meðan við vorum að hitta mjög illa," sagði Rasheed Wallace. Rip Hamilton skoraði 30 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 16 stig. Næsti leikur fer fram í Detroit, en öfugt við spádóma Rasheed Wallace, er nú ljóst að liðin þurfa að mætast á ný í Cleveland í sjötta leik. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Rasheed Wallace, leikmaður Detroit hefur gert nokkuð af því í úrslitakeppninni á síðustu árum að lofa sigrum fyrirfram hjá Detroit-liðinu og hann slengdi fram einni slíkri spá fyrir fjórða leik liðanna í gærkvöld. Spádómurinn var allt sem liðsmenn Cleveland þurftu, því þeir jöfnuðu metin í 2-2 í einvíginu með miklum baráttusigri á heimavelli sínum. "Það voru allir búnir að afskrifa okkur áður en þetta einvígi hófst, ekki bara Rasheed Wallace, heldur líka fólk í okkar eigin nágrenni. Það kom þó ekki að sök - við þurfum enga frekari hvatningu," sagði LeBron James, sem skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í leiknum. Sjálfur spámaðurinn gat hinsvegar lítið haft sig í frammi stóran hluta úr leiknum eftir að hafa snúið sig á ökkla. Áhorfendur í Cleveland bauluðu hástöfum á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann í leiknum. "Ég hef ekki áhyggjur af þessum gaurum þó við höfum tapað í kvöld. Það er ekki möguleiki í veröldinni að þeir vinni okkur í einvígi, en þeir léku vel í kvöld - ég gef þeim það. Þeir þurftu líka að eiga sinn besta leik til að sigra okkur á meðan við vorum að hitta mjög illa," sagði Rasheed Wallace. Rip Hamilton skoraði 30 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 16 stig. Næsti leikur fer fram í Detroit, en öfugt við spádóma Rasheed Wallace, er nú ljóst að liðin þurfa að mætast á ný í Cleveland í sjötta leik.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira