Enn sigrar New Jersey 7. apríl 2006 08:00 Richard Jefferson var sjóðandi heitur gegn Charlotte og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst. Hann hitti úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli þrátt fyrir að vera í strangri gæslu NordicPhotos/GettyImages Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn 14. sigur í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Charlotte Bobcats 113-102 á heimavelli sínum. Detroit Pistons lagði Miami á útivelli 95-82 og Carmelo Anthony tryggði Denver 110-108 sigur á LA Lakers með skoti á síðustu sekúndum framlengingar. Sigurganga New Jersey er sú lengsta í NBA deildinni á tímabilinu, en áður hafði Dallas unnið 13 leiki í röð. Richard Jefferson fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst og Jason Kidd náði 74. þrennu sinni á ferlinum með 13 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Detroit er nú aðeins þremur leikjum frá því að slá félagsmetið í sigrum á tímabili, en liðið vann sinn 61. leik í vetur þegar það skellti Miami á útivelli. Tayshaun Prince og Rasheed Wallace skoruðu 20 stig hvor fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 19 stig, en Dwayne Wade skoraði 29 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal var með 28 stig. Enginn annar leikmaður Miami skoraði meira en 6 stig í leiknum, en þeir James Posey, Jason Williams og Alonzo Mourning gátu ekki spilað vegna meiðsla. Detroit vann þrjá af fjórum leikjum liðanna í vetur. Denver vann góðan sigur á LA Lakers í framlengdum leik í Denver sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Leikurinn var gríðarlega sveiflukenndur, en það var að lokum Carmelo Anthony sem reið baggamuninn fyrir heimamenn og skoraði fimmtu sigurkörfu sína fyrir liðið í vetur. Anthony var stigahæstur í liði Denver með 33 stig, en Kobe Bryant skoraði að venju mest hjá LA Lakers eða 42 stig. Hann kom liði sínu í framlengingu með því að skora fjögur stig í einni sókn, en náði ekki að koma sér í skotfæri undir lok framlengingar þar sem skot Luke Walton var víðsfjarri körfunni. Þetta var í 24. sinn sem Bryant skorar yfir 40 stig fyrir Lakers í vetur og þar með sló hann met Elgin Baylor. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn 14. sigur í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Charlotte Bobcats 113-102 á heimavelli sínum. Detroit Pistons lagði Miami á útivelli 95-82 og Carmelo Anthony tryggði Denver 110-108 sigur á LA Lakers með skoti á síðustu sekúndum framlengingar. Sigurganga New Jersey er sú lengsta í NBA deildinni á tímabilinu, en áður hafði Dallas unnið 13 leiki í röð. Richard Jefferson fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst og Jason Kidd náði 74. þrennu sinni á ferlinum með 13 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Detroit er nú aðeins þremur leikjum frá því að slá félagsmetið í sigrum á tímabili, en liðið vann sinn 61. leik í vetur þegar það skellti Miami á útivelli. Tayshaun Prince og Rasheed Wallace skoruðu 20 stig hvor fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 19 stig, en Dwayne Wade skoraði 29 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal var með 28 stig. Enginn annar leikmaður Miami skoraði meira en 6 stig í leiknum, en þeir James Posey, Jason Williams og Alonzo Mourning gátu ekki spilað vegna meiðsla. Detroit vann þrjá af fjórum leikjum liðanna í vetur. Denver vann góðan sigur á LA Lakers í framlengdum leik í Denver sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Leikurinn var gríðarlega sveiflukenndur, en það var að lokum Carmelo Anthony sem reið baggamuninn fyrir heimamenn og skoraði fimmtu sigurkörfu sína fyrir liðið í vetur. Anthony var stigahæstur í liði Denver með 33 stig, en Kobe Bryant skoraði að venju mest hjá LA Lakers eða 42 stig. Hann kom liði sínu í framlengingu með því að skora fjögur stig í einni sókn, en náði ekki að koma sér í skotfæri undir lok framlengingar þar sem skot Luke Walton var víðsfjarri körfunni. Þetta var í 24. sinn sem Bryant skorar yfir 40 stig fyrir Lakers í vetur og þar með sló hann met Elgin Baylor.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn