Stórleikur LeBron James 16. febrúar 2006 14:22 LeBron James átti stórleik með Cleveland í nótt, skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri á Boston NordicPhotos/GettyImages LeBron James átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans Cleveland bar sigurorð af Boston 113-109 í tvíframlengdum leik í nótt. James skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Paul Pierce hjá Boston varð fyrsti maðurinn í sögu félagsins síðan Larry Bird árið 1989 til að skora 50 stig í leik. Indiana lagði Milwaukee 88-77. Anthony Johnson skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Michael Redd var með 24 hjá Milwaukee. Miami vann átakalítinn sigur á Orlando 110-100. Dwayne Wade var hársbreidd frá þrennu í leiknum með 36 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar, en Tony Battie og Dwight Howard skoruðu 16 stig fyrir Orlando. Philadelphia lagði San Antonio 103-100 í framlengdum leik, þar sem skelfileg vítanýting San Antonio í lok venjulegs leiktíma kostaði liðið sigurinn. Allen Iverson skoraði 42 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Philadlephia, en Tony Parker skoraði 23 stig fyrir meistarana. New York vann loksins leik eftir tíu töp í röð þegar liðið skellti Toronto 98-96. Eddy Curry skoraði 18 stig fyrir New York, en Chris Bosh var með 25 stig hjá Toronto. Vince Carter tryggði New Jersey sigur á Charlotte 95-94 með því að blaka boltanum ofaní á lokasekúndunni. Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey, en Brevin Knight var með 28 stig hjá Charlotte. New Orleans burstaði Portland 102-86. Kirk Snyder var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig, en liðið missti nýliða sinn Chris Paul aftur í meiðsli í leiknum. Minnesota lagði Seattle 102-92. Ricky Davis skoraði 25 stig fyrir Minnesota, en Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Seattle. Memphis lagði Sacramento 84-78. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis, en Kevin Martin skoraði 14 stig fyrir Sacramento. Dallas skellti sér í efsta sæti Vesturdeildar með sigri á Washington 103-97. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Caron Butler var með 27 hjá Washington. Phoenix vann öruggan útisigur á Denver 116-101. Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst hjá Phoenix, en Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver. Golden State lagði LA Clippers 88-81. Derek Fisher skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Sam Cassell skoraði 16 stig fyrir Clippers. Atlanta lagði LA Lakers 114-110. Kobe Bryant skoraði 39 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers, en Joe Johnson skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Atlanta. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Sjá meira
LeBron James átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans Cleveland bar sigurorð af Boston 113-109 í tvíframlengdum leik í nótt. James skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Paul Pierce hjá Boston varð fyrsti maðurinn í sögu félagsins síðan Larry Bird árið 1989 til að skora 50 stig í leik. Indiana lagði Milwaukee 88-77. Anthony Johnson skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Michael Redd var með 24 hjá Milwaukee. Miami vann átakalítinn sigur á Orlando 110-100. Dwayne Wade var hársbreidd frá þrennu í leiknum með 36 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar, en Tony Battie og Dwight Howard skoruðu 16 stig fyrir Orlando. Philadelphia lagði San Antonio 103-100 í framlengdum leik, þar sem skelfileg vítanýting San Antonio í lok venjulegs leiktíma kostaði liðið sigurinn. Allen Iverson skoraði 42 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Philadlephia, en Tony Parker skoraði 23 stig fyrir meistarana. New York vann loksins leik eftir tíu töp í röð þegar liðið skellti Toronto 98-96. Eddy Curry skoraði 18 stig fyrir New York, en Chris Bosh var með 25 stig hjá Toronto. Vince Carter tryggði New Jersey sigur á Charlotte 95-94 með því að blaka boltanum ofaní á lokasekúndunni. Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey, en Brevin Knight var með 28 stig hjá Charlotte. New Orleans burstaði Portland 102-86. Kirk Snyder var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig, en liðið missti nýliða sinn Chris Paul aftur í meiðsli í leiknum. Minnesota lagði Seattle 102-92. Ricky Davis skoraði 25 stig fyrir Minnesota, en Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Seattle. Memphis lagði Sacramento 84-78. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis, en Kevin Martin skoraði 14 stig fyrir Sacramento. Dallas skellti sér í efsta sæti Vesturdeildar með sigri á Washington 103-97. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Caron Butler var með 27 hjá Washington. Phoenix vann öruggan útisigur á Denver 116-101. Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst hjá Phoenix, en Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver. Golden State lagði LA Clippers 88-81. Derek Fisher skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Sam Cassell skoraði 16 stig fyrir Clippers. Atlanta lagði LA Lakers 114-110. Kobe Bryant skoraði 39 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers, en Joe Johnson skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Atlanta.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Sjá meira