Vel heppnuð endurkoma Saunders 25. janúar 2006 14:23 Chauncey Billups hitti aðeins úr einu af sjö skotum í fyrri hálfleiknum gegn Minnesota, en tók öll völd á vellinum í þeim síðari. Hann endaði með 27 stig, þar af 6 þriggja stiga körfur. NordicPhotos/GettyImages Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Billups lék sjálfur um tíma með Minnesota og hann skoraði 27 stig í nótt og átti 8 stoðsendingar, en hann skoraði aðeins eina körfu utan af velli í fyrri hálfleiknum. Kevin Garnett skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota, sem sá aldrei til sólar í síðari hálfleik. Cleveland tók Indiana í kennslustund á heimavelli sínum 96-66. Lebron James skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Stephen Jackson skoraði 17 fyrir Indiana, sem missti Jermaine O´Neal meiddan af velli í fjórða leikhluta. Orlando vann nokkuð óvæntan sigur á Phoenix á heimavelli sínum, þar sem liðið var jafnframt að vinna sinn sjöunda leik í röð. Hedo Turkoglu skoraði 30 stig fyrir Orlando, en Shawn Marion var með 26 stig og 16 fráköst hjá Phoenix. Philadelphia lagði Sacramento 109-103. Allen Iverson skoraði 41 stig fyrir Philadelphia og Mike Bibby skoraði 44 stig fyrir Sacramento. Miami sigraði Memphis 94-82. Bobby Jackson skoraði 22 stig fyrir Memphis en Dwayne Wade skoraði 25 fyrir Miami. Loks vann San Antonio auðveldan sigur á Charlotte 104-76, þrátt fyrir að notast við varamenn sína nær allan síðari hálfleikinn. Beno Udrih skoraði 17 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá San Antonio, en Jumaine Jones skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst hjá meiðslum hrjáðu liði Charlotte. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Billups lék sjálfur um tíma með Minnesota og hann skoraði 27 stig í nótt og átti 8 stoðsendingar, en hann skoraði aðeins eina körfu utan af velli í fyrri hálfleiknum. Kevin Garnett skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota, sem sá aldrei til sólar í síðari hálfleik. Cleveland tók Indiana í kennslustund á heimavelli sínum 96-66. Lebron James skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Stephen Jackson skoraði 17 fyrir Indiana, sem missti Jermaine O´Neal meiddan af velli í fjórða leikhluta. Orlando vann nokkuð óvæntan sigur á Phoenix á heimavelli sínum, þar sem liðið var jafnframt að vinna sinn sjöunda leik í röð. Hedo Turkoglu skoraði 30 stig fyrir Orlando, en Shawn Marion var með 26 stig og 16 fráköst hjá Phoenix. Philadelphia lagði Sacramento 109-103. Allen Iverson skoraði 41 stig fyrir Philadelphia og Mike Bibby skoraði 44 stig fyrir Sacramento. Miami sigraði Memphis 94-82. Bobby Jackson skoraði 22 stig fyrir Memphis en Dwayne Wade skoraði 25 fyrir Miami. Loks vann San Antonio auðveldan sigur á Charlotte 104-76, þrátt fyrir að notast við varamenn sína nær allan síðari hálfleikinn. Beno Udrih skoraði 17 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá San Antonio, en Jumaine Jones skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst hjá meiðslum hrjáðu liði Charlotte.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira