Fór að ráðum Russell og rétti út sáttarhönd 17. janúar 2006 14:45 Deila Kobe Bryant og Shaquille O´Neal virðist á enda NordicPhotos/GettyImages Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. O´Neal og Bryant urðu NBA meistarar þrjú ár í röð í upphafi áratugarins, en samband þeirra hefur þó alla tíð verið stormasamt og fyrir leikinn í gær höfðu þeir ekki talast við í tvö ár, nema ef vera skyldi til að senda hvor öðrum pillur í fjölmiðlum. Fyrir leikinn í gær gekk O´Neal þó til Bryant þar sem hann var að hita upp og talaði stutt við hann. Þeir féllust síðar í faðma fyrir leikinn og brostu sínu breiðasta. "Þetta voru skipanir frá hinum mikla Bill Russell," sagði Shaquille O´Neal þegar hann var spurður hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að brjóta ísinn og sættast við Bryant. "Ég hitti Russell þegar ég var uppi í Seattle á dögunum og eftir spjall við hann, þar sem hann sagði mér að hann hefði talað við erkióvin sinn á leikvellinum til margra ára, Wilt Chamberlain, rétt áður en hann dó. Russell er mikill maður og þegar hann ráðleggur manni eitthvað svona, fer maður eftir því," sagði O´Neal. Bryant sagðist hafa verið hissa á uppátæki O´Neal, en sagðist jafnframt fagna því. "Mér líður vel að ísinn skuli vera brotinn. Við höfum gengið í gegn um ýmislegt saman og það að þetta mál skuli vera úr sögunni er gott fyrir okkur og gott fyrir borgina. Það var líka gaman að þessari deilu skyldi ljúka á degi Dr. Martin Luther King," sagði Bryant og brosti sínu breiðasta. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. O´Neal og Bryant urðu NBA meistarar þrjú ár í röð í upphafi áratugarins, en samband þeirra hefur þó alla tíð verið stormasamt og fyrir leikinn í gær höfðu þeir ekki talast við í tvö ár, nema ef vera skyldi til að senda hvor öðrum pillur í fjölmiðlum. Fyrir leikinn í gær gekk O´Neal þó til Bryant þar sem hann var að hita upp og talaði stutt við hann. Þeir féllust síðar í faðma fyrir leikinn og brostu sínu breiðasta. "Þetta voru skipanir frá hinum mikla Bill Russell," sagði Shaquille O´Neal þegar hann var spurður hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að brjóta ísinn og sættast við Bryant. "Ég hitti Russell þegar ég var uppi í Seattle á dögunum og eftir spjall við hann, þar sem hann sagði mér að hann hefði talað við erkióvin sinn á leikvellinum til margra ára, Wilt Chamberlain, rétt áður en hann dó. Russell er mikill maður og þegar hann ráðleggur manni eitthvað svona, fer maður eftir því," sagði O´Neal. Bryant sagðist hafa verið hissa á uppátæki O´Neal, en sagðist jafnframt fagna því. "Mér líður vel að ísinn skuli vera brotinn. Við höfum gengið í gegn um ýmislegt saman og það að þetta mál skuli vera úr sögunni er gott fyrir okkur og gott fyrir borgina. Það var líka gaman að þessari deilu skyldi ljúka á degi Dr. Martin Luther King," sagði Bryant og brosti sínu breiðasta.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Sjá meira