Stór söfn og lítil þurfa geymslur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 30. desember 2006 06:00 Síðustu daga hafa tíðindi af íslenskum safnamálum birst í Fréttablaðinu. Þar ber allt að sama brunni: íslensku stóru söfnin búa við ónógt húsnæði til sýninga og það sem verra er: geymsluhúsnæði þeirra er of lítið og víða bágborið miðað við öryggi og varðveislukröfur. Heimildir Fréttablaðsins eru af tvennum toga: forstöðumenn safna hafa lýst ástandinu frá sínum bæjardyrum, og skýrsla sem menntamálaráðherra lét vinna fyrr á þessu ári bregður ljósi á málið. Lofa verður það sem þarft er unnið: menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir skýrsluna – og stinga henni ekki undir stól. Flokkur ráðherrans hefur farið með málefni safna í þrjú kjörtímabil og ber því ábyrgð á ástandinu: skortir hátt í 17 þúsund fermetra af geymslurými svo viðunandi geti talist. Söfn eru grunneining menningar í hverju samfélagi sem gjarnan er litið til þegar gesti ber að garði. Söfn hafa á síðustu áratugum skilgreint sig á nýjan leik víða um lönd, skipulagt sýningar með nýjum leiðum í boðun og upplýsingu – og hreinni skemmtun. það má sjá hér á landi í nýjum sýningum Þjóðminjasafns og sýningunni 871 í Aðalstræti er glæsilegt nýnæmi. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur hafa sýnt hugdirfsku í samantekt innlendra sýninga og flutt hingað nýja og gamla myndlist sem hrærir gesti. En betur má ef duga skal: fram undan eru tröllaukin verkefni: loksins á að gera eitthvað í marglofuðum og sviknum endurbótum á aðstöðu Náttúrugripasafnsins. Fagna ber frumkvæði borgarstjórnar Reykjavíkur og líka áhuga Borgarbyggðar á safninu. Það er fagnaðarefni þegar sveitarstjórnir sýna áhuga söfnum: vel skipulögð og hugsuð söfn eru virkjanir andans, þar falla vötn sem skila orku. Ný söfn eru eitt, geymslurnar annað. Hvert safn þarf bakland: sérhæft húsnæði, nútímaleg skráningarkerfi, vel menntað og virkt starfsfólk. Nú skortir Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið geymslur, aðstaða Þjóðskjalasafns er slæm, Árnastofnun bíður þess að byggt verði við Þjóðarbókhlöðu svo handritin búi við sæmandi húsakost – meira að segja Landsbókasafnið bráðvantar geymslur. Í Kvikmyndasafninu er nóg pláss en þar er unnið við þarfa endurskráningu og lítið sinnt að koma safngripum á afrit. Og þannig má lengi halda áfram. Í skýrslu áðherrans er hugað að litlum hluta safna þjóðarinnar: Nýlistasafnið er með safnkost sinn í hörmulegum aðstæðum, öryggis- og geymsluaðstæður byggðasafna eru víða slæmar. Er ekki sé ástæða að nema staðar og hætta dreifingu safna um landið sem stjórnvöld hafa staðið fyrir til að þóknast byggðasjónarmiðum. Smáþjóð hefur ekki efni á að drita söfnum um allar koppagrundir. Til þess eru ráðherrar og ráðuneyti að hafa yfirsýn – ástand í safnamálum bendir til að hana hafi skort um árabil – jafnvel áratuga skeið. Það þarf pólitískt hugrekki til að viðurkenna það – og enn meira þor til að bæta úr ástandinu. Vilji menn hafa efni á að kallast menningarþjóð – í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa tíðindi af íslenskum safnamálum birst í Fréttablaðinu. Þar ber allt að sama brunni: íslensku stóru söfnin búa við ónógt húsnæði til sýninga og það sem verra er: geymsluhúsnæði þeirra er of lítið og víða bágborið miðað við öryggi og varðveislukröfur. Heimildir Fréttablaðsins eru af tvennum toga: forstöðumenn safna hafa lýst ástandinu frá sínum bæjardyrum, og skýrsla sem menntamálaráðherra lét vinna fyrr á þessu ári bregður ljósi á málið. Lofa verður það sem þarft er unnið: menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir skýrsluna – og stinga henni ekki undir stól. Flokkur ráðherrans hefur farið með málefni safna í þrjú kjörtímabil og ber því ábyrgð á ástandinu: skortir hátt í 17 þúsund fermetra af geymslurými svo viðunandi geti talist. Söfn eru grunneining menningar í hverju samfélagi sem gjarnan er litið til þegar gesti ber að garði. Söfn hafa á síðustu áratugum skilgreint sig á nýjan leik víða um lönd, skipulagt sýningar með nýjum leiðum í boðun og upplýsingu – og hreinni skemmtun. það má sjá hér á landi í nýjum sýningum Þjóðminjasafns og sýningunni 871 í Aðalstræti er glæsilegt nýnæmi. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur hafa sýnt hugdirfsku í samantekt innlendra sýninga og flutt hingað nýja og gamla myndlist sem hrærir gesti. En betur má ef duga skal: fram undan eru tröllaukin verkefni: loksins á að gera eitthvað í marglofuðum og sviknum endurbótum á aðstöðu Náttúrugripasafnsins. Fagna ber frumkvæði borgarstjórnar Reykjavíkur og líka áhuga Borgarbyggðar á safninu. Það er fagnaðarefni þegar sveitarstjórnir sýna áhuga söfnum: vel skipulögð og hugsuð söfn eru virkjanir andans, þar falla vötn sem skila orku. Ný söfn eru eitt, geymslurnar annað. Hvert safn þarf bakland: sérhæft húsnæði, nútímaleg skráningarkerfi, vel menntað og virkt starfsfólk. Nú skortir Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið geymslur, aðstaða Þjóðskjalasafns er slæm, Árnastofnun bíður þess að byggt verði við Þjóðarbókhlöðu svo handritin búi við sæmandi húsakost – meira að segja Landsbókasafnið bráðvantar geymslur. Í Kvikmyndasafninu er nóg pláss en þar er unnið við þarfa endurskráningu og lítið sinnt að koma safngripum á afrit. Og þannig má lengi halda áfram. Í skýrslu áðherrans er hugað að litlum hluta safna þjóðarinnar: Nýlistasafnið er með safnkost sinn í hörmulegum aðstæðum, öryggis- og geymsluaðstæður byggðasafna eru víða slæmar. Er ekki sé ástæða að nema staðar og hætta dreifingu safna um landið sem stjórnvöld hafa staðið fyrir til að þóknast byggðasjónarmiðum. Smáþjóð hefur ekki efni á að drita söfnum um allar koppagrundir. Til þess eru ráðherrar og ráðuneyti að hafa yfirsýn – ástand í safnamálum bendir til að hana hafi skort um árabil – jafnvel áratuga skeið. Það þarf pólitískt hugrekki til að viðurkenna það – og enn meira þor til að bæta úr ástandinu. Vilji menn hafa efni á að kallast menningarþjóð – í verki.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun