Að minnsta kosti 600 milljónum hent 28. desember 2006 06:00 Nú um hátíðarnar er rétt að velta fyrir sér gríðarlegri sóun sem stjórnvöld standa fyrir á sama tíma og fjöldi fólks stendur í biðröðum eftir mat og glaðningi, s.s. hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Niðurstaða rannsóknar Hafró gefur til kynna að tæplega 7.500 tonnum af ýsu og þorski sé hent í sjóinn á Íslandsmiðum á árinu 2005. Ég tek þessum niðurstöðum með miklum fyrirvara þar sem ekki er um að ræða neinar beinar mælingar heldur einungis samanburð á samsetningu á lönduðum afla annars vegar og samsetningu á mældum afla í veiðiferðum hins vegar. Ef samsetning var mjög ólík var gert ráð fyrir að um brottkast hefði verið að ræða. Almennt má gera ráð fyrir að minni fiski sé frekar hent en stærri og þess vegna sé rétt að reikna út virði aflans sem hent er út frá verðlagningu á undirmáli á fiskmörkuðum. Útreikningar út frá niðurstöðum Hafró og meðalverði Íslandsmarkaðar á árinu 2005 gefa til kynna að um 600 milljónum króna sé í bókstaflegri merkingu kastað á glæ. Gera má ráð fyrir því að þjóðarbúið sé að verða af tvöfalt hærri upphæð þar sem að við meðhöndlun og vinnslu verður umtalsverður virðisauki. Þessi rannsókn Hafró gefur ótvírætt til kynna að brottkast fari fram og margir telja að um mjög varlega áætlun sé að ræða. Stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á þessari sóun þar sem aflamarkskerfið hvetur beinlínis til þess að minni fiski sé hent og sérstaklega þegar leiga aflaheimilda er hærri en sem nemur verðmæti landaðs undirmálsafla. Í stað þess að breyta kerfinu í átt til meira réttlætis og minnka hvata til brottkasts hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið þveröfuga leið. Í fyrsta lagi hafði Sjálfstæðisflokkurinn forgöngu um að leggja af sóknarmarkskerfi sem minnstu trillurnar voru í og setja þær inn í alræmt aflamarkskerfi. Það var gert þrátt fyrir að reynsla Færeyinga sýndi að ekkert brottkast færi fram ef veiðum væri stjórnað með sóknarmarkskerfi. Í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að koma á gríðarlega kostnaðarsömu opinberu eftirliti með óréttlátu og árangurslausu fiskveiðistjórnarkerfi og er kostnaðurinn við að hafa eftirlit með sjómönnum vel á annan milljarð króna árlega. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram leiðir til þess að koma á árangursríkari og réttlátari stjórnun á fiskveiðum landsmanna og taka í burtu alla hvata til brottkasts með því að koma á sóknardagakerfi. Núverandi kerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur beðið skipbrot þar sem það hvetur til sóunar og byggðaflótta og það er löngu orðið tímabært að það verði tekið til rækilegrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú um hátíðarnar er rétt að velta fyrir sér gríðarlegri sóun sem stjórnvöld standa fyrir á sama tíma og fjöldi fólks stendur í biðröðum eftir mat og glaðningi, s.s. hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Niðurstaða rannsóknar Hafró gefur til kynna að tæplega 7.500 tonnum af ýsu og þorski sé hent í sjóinn á Íslandsmiðum á árinu 2005. Ég tek þessum niðurstöðum með miklum fyrirvara þar sem ekki er um að ræða neinar beinar mælingar heldur einungis samanburð á samsetningu á lönduðum afla annars vegar og samsetningu á mældum afla í veiðiferðum hins vegar. Ef samsetning var mjög ólík var gert ráð fyrir að um brottkast hefði verið að ræða. Almennt má gera ráð fyrir að minni fiski sé frekar hent en stærri og þess vegna sé rétt að reikna út virði aflans sem hent er út frá verðlagningu á undirmáli á fiskmörkuðum. Útreikningar út frá niðurstöðum Hafró og meðalverði Íslandsmarkaðar á árinu 2005 gefa til kynna að um 600 milljónum króna sé í bókstaflegri merkingu kastað á glæ. Gera má ráð fyrir því að þjóðarbúið sé að verða af tvöfalt hærri upphæð þar sem að við meðhöndlun og vinnslu verður umtalsverður virðisauki. Þessi rannsókn Hafró gefur ótvírætt til kynna að brottkast fari fram og margir telja að um mjög varlega áætlun sé að ræða. Stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á þessari sóun þar sem aflamarkskerfið hvetur beinlínis til þess að minni fiski sé hent og sérstaklega þegar leiga aflaheimilda er hærri en sem nemur verðmæti landaðs undirmálsafla. Í stað þess að breyta kerfinu í átt til meira réttlætis og minnka hvata til brottkasts hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið þveröfuga leið. Í fyrsta lagi hafði Sjálfstæðisflokkurinn forgöngu um að leggja af sóknarmarkskerfi sem minnstu trillurnar voru í og setja þær inn í alræmt aflamarkskerfi. Það var gert þrátt fyrir að reynsla Færeyinga sýndi að ekkert brottkast færi fram ef veiðum væri stjórnað með sóknarmarkskerfi. Í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að koma á gríðarlega kostnaðarsömu opinberu eftirliti með óréttlátu og árangurslausu fiskveiðistjórnarkerfi og er kostnaðurinn við að hafa eftirlit með sjómönnum vel á annan milljarð króna árlega. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram leiðir til þess að koma á árangursríkari og réttlátari stjórnun á fiskveiðum landsmanna og taka í burtu alla hvata til brottkasts með því að koma á sóknardagakerfi. Núverandi kerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur beðið skipbrot þar sem það hvetur til sóunar og byggðaflótta og það er löngu orðið tímabært að það verði tekið til rækilegrar endurskoðunar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar