Snobblykt 14. desember 2006 05:00 Dr. Hannes Hómsteinn skrifaði athyglisverða grein um léttvín í búðum þann 8 desember. Doktorinn vill eins og margir að léttvín verði selt í búðum og þar er ég einn af þessum mörgu sem sjá ekkert af slíkum gjörningi. En Doktorinn og fleiri fylgismenn áfengis segja að léttvín og bjór séu ekki eins skaðleg og sterkt vín. Doktorinn gengur jafnvel svo langt að segja að áfengisböl hljótist ekki af neyslu bjórs eða léttvíns heldur sterkra drykkja. Hér er mál að slá sér á lær og hlægja! Ég ásamt mjög mörgum höfum allavega afrekað að drekka á okkur óþrif af „saklausum“ bjór og mikið af fólki verður ofurölvi eftir neyslu á „fínum“ rauðvínum. Einn bjór inniheldur meira áfengismagn en einfaldur vodka í kók. Og þess ber að geta að áfengi í bjór er það sama og áfengi í vodka. Mér hefur líka fundist umræðan um þetta lykta af snobbi þ.e.a.s. fylgendur tala um að fara út í búð og ná í „sitt rauðvín“ með fondúinu eða hreindýrinu. En hvað með þá sem vilja ná í „sitt“ romm eða „sinn“ vodka með sardínunum? Hvers vegna eiga þeir að fara í ríkið til þess? Það á ekki að mismuna fólki eftir áfengissmekk og sannarelga á ekki að hlusta á fagurgala á þingi eða með doktorsnafnbót sem segja romm og koníak eitthvað meira frá djöflinum heldur en bjór og hvítvín. Réttast væri fyrir þetta ágæta fólk að fara í hressilegt unglingapartí og skoða hvað er verið að drekka þar á bæ. Sennilega eru flestir að súpa á bjór og nokkrir búnir að skila honum aftur á stofugólfið. Lesendur mega ekki miskilja mig. Ég hef ekkert á móti bjór eða léttvíni heldur finnst mér að ef setja á áfengi í búðir skal hafa þar allt vín. Svo verða menn að hætta nota kjánarök eins og doktorinn notar í grein sinni. Það er einungis til þess fallið að rýra þennan ágæta málstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dr. Hannes Hómsteinn skrifaði athyglisverða grein um léttvín í búðum þann 8 desember. Doktorinn vill eins og margir að léttvín verði selt í búðum og þar er ég einn af þessum mörgu sem sjá ekkert af slíkum gjörningi. En Doktorinn og fleiri fylgismenn áfengis segja að léttvín og bjór séu ekki eins skaðleg og sterkt vín. Doktorinn gengur jafnvel svo langt að segja að áfengisböl hljótist ekki af neyslu bjórs eða léttvíns heldur sterkra drykkja. Hér er mál að slá sér á lær og hlægja! Ég ásamt mjög mörgum höfum allavega afrekað að drekka á okkur óþrif af „saklausum“ bjór og mikið af fólki verður ofurölvi eftir neyslu á „fínum“ rauðvínum. Einn bjór inniheldur meira áfengismagn en einfaldur vodka í kók. Og þess ber að geta að áfengi í bjór er það sama og áfengi í vodka. Mér hefur líka fundist umræðan um þetta lykta af snobbi þ.e.a.s. fylgendur tala um að fara út í búð og ná í „sitt rauðvín“ með fondúinu eða hreindýrinu. En hvað með þá sem vilja ná í „sitt“ romm eða „sinn“ vodka með sardínunum? Hvers vegna eiga þeir að fara í ríkið til þess? Það á ekki að mismuna fólki eftir áfengissmekk og sannarelga á ekki að hlusta á fagurgala á þingi eða með doktorsnafnbót sem segja romm og koníak eitthvað meira frá djöflinum heldur en bjór og hvítvín. Réttast væri fyrir þetta ágæta fólk að fara í hressilegt unglingapartí og skoða hvað er verið að drekka þar á bæ. Sennilega eru flestir að súpa á bjór og nokkrir búnir að skila honum aftur á stofugólfið. Lesendur mega ekki miskilja mig. Ég hef ekkert á móti bjór eða léttvíni heldur finnst mér að ef setja á áfengi í búðir skal hafa þar allt vín. Svo verða menn að hætta nota kjánarök eins og doktorinn notar í grein sinni. Það er einungis til þess fallið að rýra þennan ágæta málstað.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar