Snobblykt 14. desember 2006 05:00 Dr. Hannes Hómsteinn skrifaði athyglisverða grein um léttvín í búðum þann 8 desember. Doktorinn vill eins og margir að léttvín verði selt í búðum og þar er ég einn af þessum mörgu sem sjá ekkert af slíkum gjörningi. En Doktorinn og fleiri fylgismenn áfengis segja að léttvín og bjór séu ekki eins skaðleg og sterkt vín. Doktorinn gengur jafnvel svo langt að segja að áfengisböl hljótist ekki af neyslu bjórs eða léttvíns heldur sterkra drykkja. Hér er mál að slá sér á lær og hlægja! Ég ásamt mjög mörgum höfum allavega afrekað að drekka á okkur óþrif af „saklausum“ bjór og mikið af fólki verður ofurölvi eftir neyslu á „fínum“ rauðvínum. Einn bjór inniheldur meira áfengismagn en einfaldur vodka í kók. Og þess ber að geta að áfengi í bjór er það sama og áfengi í vodka. Mér hefur líka fundist umræðan um þetta lykta af snobbi þ.e.a.s. fylgendur tala um að fara út í búð og ná í „sitt rauðvín“ með fondúinu eða hreindýrinu. En hvað með þá sem vilja ná í „sitt“ romm eða „sinn“ vodka með sardínunum? Hvers vegna eiga þeir að fara í ríkið til þess? Það á ekki að mismuna fólki eftir áfengissmekk og sannarelga á ekki að hlusta á fagurgala á þingi eða með doktorsnafnbót sem segja romm og koníak eitthvað meira frá djöflinum heldur en bjór og hvítvín. Réttast væri fyrir þetta ágæta fólk að fara í hressilegt unglingapartí og skoða hvað er verið að drekka þar á bæ. Sennilega eru flestir að súpa á bjór og nokkrir búnir að skila honum aftur á stofugólfið. Lesendur mega ekki miskilja mig. Ég hef ekkert á móti bjór eða léttvíni heldur finnst mér að ef setja á áfengi í búðir skal hafa þar allt vín. Svo verða menn að hætta nota kjánarök eins og doktorinn notar í grein sinni. Það er einungis til þess fallið að rýra þennan ágæta málstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Dr. Hannes Hómsteinn skrifaði athyglisverða grein um léttvín í búðum þann 8 desember. Doktorinn vill eins og margir að léttvín verði selt í búðum og þar er ég einn af þessum mörgu sem sjá ekkert af slíkum gjörningi. En Doktorinn og fleiri fylgismenn áfengis segja að léttvín og bjór séu ekki eins skaðleg og sterkt vín. Doktorinn gengur jafnvel svo langt að segja að áfengisböl hljótist ekki af neyslu bjórs eða léttvíns heldur sterkra drykkja. Hér er mál að slá sér á lær og hlægja! Ég ásamt mjög mörgum höfum allavega afrekað að drekka á okkur óþrif af „saklausum“ bjór og mikið af fólki verður ofurölvi eftir neyslu á „fínum“ rauðvínum. Einn bjór inniheldur meira áfengismagn en einfaldur vodka í kók. Og þess ber að geta að áfengi í bjór er það sama og áfengi í vodka. Mér hefur líka fundist umræðan um þetta lykta af snobbi þ.e.a.s. fylgendur tala um að fara út í búð og ná í „sitt rauðvín“ með fondúinu eða hreindýrinu. En hvað með þá sem vilja ná í „sitt“ romm eða „sinn“ vodka með sardínunum? Hvers vegna eiga þeir að fara í ríkið til þess? Það á ekki að mismuna fólki eftir áfengissmekk og sannarelga á ekki að hlusta á fagurgala á þingi eða með doktorsnafnbót sem segja romm og koníak eitthvað meira frá djöflinum heldur en bjór og hvítvín. Réttast væri fyrir þetta ágæta fólk að fara í hressilegt unglingapartí og skoða hvað er verið að drekka þar á bæ. Sennilega eru flestir að súpa á bjór og nokkrir búnir að skila honum aftur á stofugólfið. Lesendur mega ekki miskilja mig. Ég hef ekkert á móti bjór eða léttvíni heldur finnst mér að ef setja á áfengi í búðir skal hafa þar allt vín. Svo verða menn að hætta nota kjánarök eins og doktorinn notar í grein sinni. Það er einungis til þess fallið að rýra þennan ágæta málstað.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar