Leiðin til jafnvægis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 10. desember 2006 00:01 Ekkert er eins mikilvægt fyrir íslenskan almenning og að koma á jafnvægi í íslensku samfélagi og hagkerfi. Loforð stjórnarflokkanna til almennings um betri kjör í formi skattalækkana og hærri húsnæðislána hafa því miður reynst bjarnargreiði. Nýir útreikningar sýna að verðbólga undanfarinna ára, sem rekja má til efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, hefur étið upp allan ávinninginn af lægra skatthlutfalli hjá venjulegum fjölskyldum og það sem verra er, skuldabyrði þessara heimila hefur aukist verulega. Tökum dæmi af hjónum með 500.000 krónur heildartekjur á mánuði sem tóku 12,5 milljóna króna húsnæðislán til 20 ára árið 2003. Þessi hjón hefðu að öðru jöfnu fengið 110 þúsund krónur vegna lægri skatta á kjörtímabilinu. Verðbólgan hefur hins vegar hækkað afborgunina af húsnæðisláni þeirra um jafnháa upphæð, m.ö.o. skattalækkunin er öll farin í hærri afborganir af húsnæðisláninu. En það segir ekki alla söguna - uppreiknaður höfuðstóll húsnæðislánsins hefur hækkað um 1 milljón króna umfram það sem gerst hefði ef verðbólgan hefði verið í samræmi við markmið Seðlabankans. Sú hækkun veldur því að hjónin munu greiða vexti af þessari viðbótar milljón næstu 16 árin. Hvað er til ráða? Við þurfum að stuðla að nýju jafnvægi í efnahagsmálum, draga úr stóriðjuframkvæmdum sem valda krampakenndri þenslu en þess í stað skapa atvinnulífinu heilbrigt starfsumhverfi. Við getum dregið til okkar þekkingarfyrirtæki m.a. í fjármálastarfsemi en jafnvægi er alger forsenda þess að þau leiti hingað til lands. Við þurfum að styrkja þann grundvöll sem getur staðið undir öflugu þekkingarhagkerfi í landinu- menntastofnanir, öflugar samgöngur og háhraðanettengingu um land allt. Og við verðum að skoða af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu, því upptaka evru myndi - þegar fram líða stundir - stuðla að auknu jafnvægi í okkar efnahagsmálum, styrkja rekstrarskilyrði fyrirtækja og bæta verulega kjör heimilanna í landinu. Öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar flýja nú krónuna unnvörpum en íslenskur almenningur situr fastur í rússíbananum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert er eins mikilvægt fyrir íslenskan almenning og að koma á jafnvægi í íslensku samfélagi og hagkerfi. Loforð stjórnarflokkanna til almennings um betri kjör í formi skattalækkana og hærri húsnæðislána hafa því miður reynst bjarnargreiði. Nýir útreikningar sýna að verðbólga undanfarinna ára, sem rekja má til efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, hefur étið upp allan ávinninginn af lægra skatthlutfalli hjá venjulegum fjölskyldum og það sem verra er, skuldabyrði þessara heimila hefur aukist verulega. Tökum dæmi af hjónum með 500.000 krónur heildartekjur á mánuði sem tóku 12,5 milljóna króna húsnæðislán til 20 ára árið 2003. Þessi hjón hefðu að öðru jöfnu fengið 110 þúsund krónur vegna lægri skatta á kjörtímabilinu. Verðbólgan hefur hins vegar hækkað afborgunina af húsnæðisláni þeirra um jafnháa upphæð, m.ö.o. skattalækkunin er öll farin í hærri afborganir af húsnæðisláninu. En það segir ekki alla söguna - uppreiknaður höfuðstóll húsnæðislánsins hefur hækkað um 1 milljón króna umfram það sem gerst hefði ef verðbólgan hefði verið í samræmi við markmið Seðlabankans. Sú hækkun veldur því að hjónin munu greiða vexti af þessari viðbótar milljón næstu 16 árin. Hvað er til ráða? Við þurfum að stuðla að nýju jafnvægi í efnahagsmálum, draga úr stóriðjuframkvæmdum sem valda krampakenndri þenslu en þess í stað skapa atvinnulífinu heilbrigt starfsumhverfi. Við getum dregið til okkar þekkingarfyrirtæki m.a. í fjármálastarfsemi en jafnvægi er alger forsenda þess að þau leiti hingað til lands. Við þurfum að styrkja þann grundvöll sem getur staðið undir öflugu þekkingarhagkerfi í landinu- menntastofnanir, öflugar samgöngur og háhraðanettengingu um land allt. Og við verðum að skoða af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu, því upptaka evru myndi - þegar fram líða stundir - stuðla að auknu jafnvægi í okkar efnahagsmálum, styrkja rekstrarskilyrði fyrirtækja og bæta verulega kjör heimilanna í landinu. Öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar flýja nú krónuna unnvörpum en íslenskur almenningur situr fastur í rússíbananum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun