Enn deila íbúar Kanada um Quebec 24. nóvember 2006 05:30 Ákaft var klappað fyrir Stephen Harper forsætisráðherra þegar hann ræddi um Quebec á þingi. MYND/AP Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kom aðskilnaðarsinnum í Quebec heldur betur á óvart á miðvikudaginn þegar hann lagði fram á þingi tillögu um opinbera viðurkenningu á því að íbúar í Quebec séu sérstök þjóð innan Kanada. Aðskilnaðarsinnar í Quebec höfðu ætlað að leggja fram sams konar tillögu, sem þó yrði orðuð þannig að ekki væri tekið fram að íbúar fylkisins væru þjóð „innan Kanada“, heldur einungis viðurkennt að þeir væru sérstök þjóð. Það orðalag hefði getað opnað þann möguleika að Quebec-búar myndu krefjast sjálfstæðis og þar með aðskilnaðar frá Kanada með tilvísun til þess að þeir væru önnur þjóð en aðrir íbúar Kanada. Íbúar í Quebec hafa þá sérstöðu innan Kanada að þeir eru að miklum meirihluta af frönskum uppruna, tala frönsku og hafa kröfur um aðskilnað fylkisins frá Kanada lengi átt hljómgrunn meðal margra íbúa fylkisins. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec um sjálfstæðismálið, en í bæði skiptin var því hafnað að krefjast sjálfstæðis. Munurinn var þó mjór í seinna skiptið, sem var árið 1995. „Eru Quebec-búar sérstök þjóð innan sameinaðs Kanada? Svarið er já,“ sagði Harper forsætisráðherra á þingi og hlaut fyrir vikið langvinnt lófatak. „Eru Quebec-búar sjálfstæð þjóð?“ spurði hann síðan. „Svarið er nei og það verður alltaf nei.“ Þessar deilur komu upp á yfirborðið á ný nú í vikunni þegar Michael Ignatieff, sem þykir sigurstranglegur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í næstu viku, sagði að tungumálið, sagan og menningin gerðu Quebec-búa að sérstakri þjóð sem ætti að njóta viðurkenningar sem slík í stjórnarskrá landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengst af verið í ráðandi stöðu við stjórnarmyndanir í Kanada, en minnihlutastjórn hans féll í þingkosningunum í janúar og í kjölfarið tók við völdum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins undir forystu Harpers. Ný skoðanakönnun í Quebec sýnir hins vegar að þar er Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti á eftir Quebec-fylkingunni og Frjálslynda flokknum. Erlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kom aðskilnaðarsinnum í Quebec heldur betur á óvart á miðvikudaginn þegar hann lagði fram á þingi tillögu um opinbera viðurkenningu á því að íbúar í Quebec séu sérstök þjóð innan Kanada. Aðskilnaðarsinnar í Quebec höfðu ætlað að leggja fram sams konar tillögu, sem þó yrði orðuð þannig að ekki væri tekið fram að íbúar fylkisins væru þjóð „innan Kanada“, heldur einungis viðurkennt að þeir væru sérstök þjóð. Það orðalag hefði getað opnað þann möguleika að Quebec-búar myndu krefjast sjálfstæðis og þar með aðskilnaðar frá Kanada með tilvísun til þess að þeir væru önnur þjóð en aðrir íbúar Kanada. Íbúar í Quebec hafa þá sérstöðu innan Kanada að þeir eru að miklum meirihluta af frönskum uppruna, tala frönsku og hafa kröfur um aðskilnað fylkisins frá Kanada lengi átt hljómgrunn meðal margra íbúa fylkisins. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec um sjálfstæðismálið, en í bæði skiptin var því hafnað að krefjast sjálfstæðis. Munurinn var þó mjór í seinna skiptið, sem var árið 1995. „Eru Quebec-búar sérstök þjóð innan sameinaðs Kanada? Svarið er já,“ sagði Harper forsætisráðherra á þingi og hlaut fyrir vikið langvinnt lófatak. „Eru Quebec-búar sjálfstæð þjóð?“ spurði hann síðan. „Svarið er nei og það verður alltaf nei.“ Þessar deilur komu upp á yfirborðið á ný nú í vikunni þegar Michael Ignatieff, sem þykir sigurstranglegur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í næstu viku, sagði að tungumálið, sagan og menningin gerðu Quebec-búa að sérstakri þjóð sem ætti að njóta viðurkenningar sem slík í stjórnarskrá landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengst af verið í ráðandi stöðu við stjórnarmyndanir í Kanada, en minnihlutastjórn hans féll í þingkosningunum í janúar og í kjölfarið tók við völdum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins undir forystu Harpers. Ný skoðanakönnun í Quebec sýnir hins vegar að þar er Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti á eftir Quebec-fylkingunni og Frjálslynda flokknum.
Erlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent