Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. apríl 2025 22:56 Albert Björn Lúðvígsson lögmaður. Vísir/Bjarni Lögmaður gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hafa farið með rangt mál í tilkynningu sinni um skipan starfshóps sem yfirfara á reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hann segir þegar til staðar ákvæði í lögum um dvalarleyfi mansalsfórnarlamba, þau séu ekki nýtt. Dómsmálaráðherra tilkynnti nýverið að hún hefði skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið væri að fá betri yfirsýn yfir hópinn sem sækir um útgefið leyfi og fá betri yfirsýn yfir áskoranir. Sjá einnig: Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sagði ráðherra meðal annars að ekki væri til sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur, nauðsynlegt væri að breyta því. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður sem starfar við málaflokkinn segir ráðherra ekki fara með rétt mál. „Þó það sé mjög jákvætt að ráðherra vilji endurskoða þær umsóknir sem snúa að dvalarleyfum á Íslandi og þá löggjöf sem um það snýst þá er kannski tvennt sem vekur ótta hjá mér eða áhyggjur,“ sagði Albert. „Annars vegar er það það að ráðherra segir að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, það er ekki rétt, þau eru til staðar, þeim er einfaldlega ekki beitt. Í öðru lagi þá vekur skipan starfshópsins ákveðnar áhyggjur um að það sé ansi einsleitur hópur sem þar er.“ Enginn hafi praktíska reynslu Í hópnum eru fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, hagfræðingur á vegum Visku stéttarfélags og svo loks fulltrúi Útlendingastofnunar. „Ég sé ekki að það sé neinn í þessum hópi sem hafi praktíska reynslu af umsóknum og aðkomu að mansalsmálum eða yfirhöfuð dvalarleyfismálum og umsóknum þeirra á Íslandi. Það er mikil þekking, bæði innan Útlendingastofnunar og innan lögmannafélagsins varðandi þessar umsóknir og það er synd ef það á að endurskoða þessa löggjöf, að það skuli ekki vera leitað í þann grunn,“ sagði Albert. Tvö ákvæði séu í lögum um útlendinga sem lúta að dvalarleyfum fyrir mansalsfórnarlömbum. Ekki sé farið eftir þeim „Þarna því miður birtist hjá fagráðherra vanþekking á málaflokknum og það út af fyrir sig er líka áhyggjuefni, þegar ráðherra boðar breytingar á lögum sem heyra undir hann og þekkir ekki löggjöfina betur en þetta, þá vekur það ákveðnar áhyggjur af því hvert stefnt er og hver tilgangurinn er.“ Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Dómsmálaráðherra tilkynnti nýverið að hún hefði skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið væri að fá betri yfirsýn yfir hópinn sem sækir um útgefið leyfi og fá betri yfirsýn yfir áskoranir. Sjá einnig: Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sagði ráðherra meðal annars að ekki væri til sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur, nauðsynlegt væri að breyta því. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður sem starfar við málaflokkinn segir ráðherra ekki fara með rétt mál. „Þó það sé mjög jákvætt að ráðherra vilji endurskoða þær umsóknir sem snúa að dvalarleyfum á Íslandi og þá löggjöf sem um það snýst þá er kannski tvennt sem vekur ótta hjá mér eða áhyggjur,“ sagði Albert. „Annars vegar er það það að ráðherra segir að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, það er ekki rétt, þau eru til staðar, þeim er einfaldlega ekki beitt. Í öðru lagi þá vekur skipan starfshópsins ákveðnar áhyggjur um að það sé ansi einsleitur hópur sem þar er.“ Enginn hafi praktíska reynslu Í hópnum eru fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, hagfræðingur á vegum Visku stéttarfélags og svo loks fulltrúi Útlendingastofnunar. „Ég sé ekki að það sé neinn í þessum hópi sem hafi praktíska reynslu af umsóknum og aðkomu að mansalsmálum eða yfirhöfuð dvalarleyfismálum og umsóknum þeirra á Íslandi. Það er mikil þekking, bæði innan Útlendingastofnunar og innan lögmannafélagsins varðandi þessar umsóknir og það er synd ef það á að endurskoða þessa löggjöf, að það skuli ekki vera leitað í þann grunn,“ sagði Albert. Tvö ákvæði séu í lögum um útlendinga sem lúta að dvalarleyfum fyrir mansalsfórnarlömbum. Ekki sé farið eftir þeim „Þarna því miður birtist hjá fagráðherra vanþekking á málaflokknum og það út af fyrir sig er líka áhyggjuefni, þegar ráðherra boðar breytingar á lögum sem heyra undir hann og þekkir ekki löggjöfina betur en þetta, þá vekur það ákveðnar áhyggjur af því hvert stefnt er og hver tilgangurinn er.“
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira