Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2025 08:54 Vance og fjölskylda vörðu föstudeginum langa í Róm. Páfagarður Varaforseti Bandaríkjanna átti í skoðanaskiptum við ráðuneytisstjóra og hægri hönd páfa í Páfagarði í gær. Þeir ræddu stöðuna í alþjóðamálunum og stefnu Bandaríkjastjórnar í málum innflytjenda og hælisleitenda. J.D. Vance varaforseti fór á fund Pietro Parolin ráðuneytisstjóra og Paul Gallagher erkibiskups og utanríkisráðherra Páfagarðs í gærmorgun. Í tilkynningu frá Páfagarði í tilefni af heimsókninni kemur fram að samtalið hafi verið vinalegt og að fulltrúar Páfagarðs hafi tjáð ánægju sína með gott samband ríkjanna og staðfestu Bandaríkjastjórnar í því að standa vörð um trúfrelsi. „Það voru skoðanaskipti á sviði alþjóðamála, sérstaklega varðandi stríðshrjáð lönd, spennu í stjórnmálunum og alvarlegt mannúðarástand, með sérstaka áherslu á innflytjendur, flóttafólk og fanga,“ segir í tilkynningu frá Páfagarði. „Loks var tjáð von um farsælt samstarf ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en dýrmæt þjónusta hennar í þágu þeirra sem sárast eiga um að binda var viðurkennd,“ segir svo. Nýkaþólikki sem deilir við páfann J.D. Vance varaforseti snerist til kaþólskrar trúar árið 2019 og er hluti af hópi nýkaþólikka sem er af sumum álitinn afturhaldssamur. Hann hefur átt í deilum bæði í riti og orði kveðnu við sjálfan páfann. Frans páfi gagnrýndi meðal annars áætlanir Bandaríkjastjórnar Donalds Trump um það sem hann kallar umfangsmestu brottvísanir Bandaríkjasögu. Bandaríkjastjórn hefur vísað á annað hundrað Venesúelamönnum úr landi brott á grunni herlaga frá tímum Frelsisstríðsins sem hún telur að séu hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Páfi lýsti því yfir að með aðgerðum sínum svipti Bandaríkjastjórn þessa menn sæmd sinni. Hann vék máli sínu að Vance varaforseta persónulega þar sem hann virtist nota kaþólska trú sína til að réttlæta aðgerðir sínar. Ósammála páfanum um túlkun sína á heilögum Ágústínusi Vance hefur rökstutt stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda með því að vísa í kirkjuföðurinn heilagan Ágústínus frá Hippó og hugmynd hans um stigveldi kærleiks eða ordo amoris. Vance virðist af samfélagsmiðlafærslum að dæma skilja hugmyndina sem stigveldi kærleiks frá fjölskyldu og nærsamfélagi og sem fer minnkandi út á við. Í bréfi páfa dagsettu tíunda febrúar virðist hann gagnrýna skilning Vance á ritum kirkjuföðurins. „Kristinn kærleikur er ekki sammiðja útvíkunn hagsmuna sem nær smátt og smátt til annarra einstaklinga og hópa. Hið sanna stigveldi kærleiks sem verður að efla er það sem við finnum með því að leiða dæmisöguna um miskunnsama Samverjann stöðugt fyrir okkur, það er að segja með því að hugleiða kærleikann sem byggir upp bræðralag sem opið er öllum, án undantekninga,“ sagði páfinn. J.D. Vance gekkst við því að sem nýkaþólikki sé hann ekki með öll smáatriði trúarinnar á hreinu en stóð fast á sínu. Bandaríkin Páfagarður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
J.D. Vance varaforseti fór á fund Pietro Parolin ráðuneytisstjóra og Paul Gallagher erkibiskups og utanríkisráðherra Páfagarðs í gærmorgun. Í tilkynningu frá Páfagarði í tilefni af heimsókninni kemur fram að samtalið hafi verið vinalegt og að fulltrúar Páfagarðs hafi tjáð ánægju sína með gott samband ríkjanna og staðfestu Bandaríkjastjórnar í því að standa vörð um trúfrelsi. „Það voru skoðanaskipti á sviði alþjóðamála, sérstaklega varðandi stríðshrjáð lönd, spennu í stjórnmálunum og alvarlegt mannúðarástand, með sérstaka áherslu á innflytjendur, flóttafólk og fanga,“ segir í tilkynningu frá Páfagarði. „Loks var tjáð von um farsælt samstarf ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en dýrmæt þjónusta hennar í þágu þeirra sem sárast eiga um að binda var viðurkennd,“ segir svo. Nýkaþólikki sem deilir við páfann J.D. Vance varaforseti snerist til kaþólskrar trúar árið 2019 og er hluti af hópi nýkaþólikka sem er af sumum álitinn afturhaldssamur. Hann hefur átt í deilum bæði í riti og orði kveðnu við sjálfan páfann. Frans páfi gagnrýndi meðal annars áætlanir Bandaríkjastjórnar Donalds Trump um það sem hann kallar umfangsmestu brottvísanir Bandaríkjasögu. Bandaríkjastjórn hefur vísað á annað hundrað Venesúelamönnum úr landi brott á grunni herlaga frá tímum Frelsisstríðsins sem hún telur að séu hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Páfi lýsti því yfir að með aðgerðum sínum svipti Bandaríkjastjórn þessa menn sæmd sinni. Hann vék máli sínu að Vance varaforseta persónulega þar sem hann virtist nota kaþólska trú sína til að réttlæta aðgerðir sínar. Ósammála páfanum um túlkun sína á heilögum Ágústínusi Vance hefur rökstutt stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda með því að vísa í kirkjuföðurinn heilagan Ágústínus frá Hippó og hugmynd hans um stigveldi kærleiks eða ordo amoris. Vance virðist af samfélagsmiðlafærslum að dæma skilja hugmyndina sem stigveldi kærleiks frá fjölskyldu og nærsamfélagi og sem fer minnkandi út á við. Í bréfi páfa dagsettu tíunda febrúar virðist hann gagnrýna skilning Vance á ritum kirkjuföðurins. „Kristinn kærleikur er ekki sammiðja útvíkunn hagsmuna sem nær smátt og smátt til annarra einstaklinga og hópa. Hið sanna stigveldi kærleiks sem verður að efla er það sem við finnum með því að leiða dæmisöguna um miskunnsama Samverjann stöðugt fyrir okkur, það er að segja með því að hugleiða kærleikann sem byggir upp bræðralag sem opið er öllum, án undantekninga,“ sagði páfinn. J.D. Vance gekkst við því að sem nýkaþólikki sé hann ekki með öll smáatriði trúarinnar á hreinu en stóð fast á sínu.
Bandaríkin Páfagarður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira