Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 10:42 Nemendur og starfsmenn Harvard-háskóla mótmæla aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn skólanum á háskólasvæðinu í Cambridge í Massachusetts í síðustu viku. AP Stjórnendur Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hafa stefnt alríkisstjórninni fyrir að hafa fryst fjárveitingar til skólans með ólögmætum hætti. Yfirmenn æðri menntastofnana í landinu gagnrýna harðlega „fordæmalaust ofríki og afskiptasemi“ stjórnvalda af háskólum. Alan M. Garber, forseti Harvard-háskóla, tilkynnti um málsóknina í bréfi til háskólasamfélagsins í gær. Þar sagði hann ákvörðun ríkisstjórnar repúblikana um fyrsta um tveggja milljarða dollara fjárveitingar til skólans ógna nauðsynlegum rannsóknum á sjúkdómum. Alríkisstjórnin frysti greiðslurnar í síðustu viku eftir að Garber neitaði að beygja sig í duftið, ólíkt stjórnendum margra annarra bandarískra háskóla, undan kröfum hennar um að hann breytti stjórnarháttum sínum, mannaráðningum og inntökuskilyrðum eftir geðþótta hennar. „Afleiðingar þessa ofríkis ríkisstjórnarinnar verða alvarlegar og langvarandi,“ skrifaði Garber í bréfi sínu í gær. Nefndi hann sérstaklega skaðleg áhrif á rannsóknir á krabbameini í börnum, Alzheimers og Parkinsons. Skólinn byggir stefnu sína meðal annars að því að ríkisstjórnin traðki á stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Fjárveitingarnar hefðu verið frystar til þess að þvinga skólann til veita alríkisstjórninni stjórn á akademískum ákvörðunum við Harvard. Fleiri en hundrað forsetar háskóla og annarra æðri menntastofnana, þar á meðal Princeton-háskóla, skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu sem birtist í dag þar sem þeir lýstu aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn Harvard og öðrum skólum sem fordæmalausu ofríki og pólitískum afskiptum sem ógnuðu æðri menntun í landinu. Hótað enn frekari skerðingum og refsiaðgerðum Ríkisstjórn repúblikana hefur sakað bandaríska háskóla um að gera ekki nóg til þess að uppræta gyðingaandúð innan veggja sinna. Vísar hún til tíðra mótmæla gegn hernaði Ísraela á Gasa á bandarískum háskólasvæðum síðasta eina og hálfa árið. Á meðal þess sem ríkisstjórnin krafðist af Harvard var að skólastjórnendur tilkynntu yfirvöldum um nemendur sem væru á móti „bandarískum gildum“. Þá vildu ríkisstjórnin fá að hafa áhrif á námskrár í skólanum. Nokkrir aðrir háskólar hafa lúffað undan sambærilegum kröfum alríkisstjórnarinnar. Harvard, stöndugasti háskóli Bandaríkjanna, var fyrsti skólinn sem neitaði að láta undan. Fyrir vikið hefur alríkisstjórnin hótað því að skerða fjárveitingar til hans enn frekar og að svipta hann skattfrelsi. Þá gæti honum verið bannað að taka við erlendum nemendum. Hvíta húsið brást við málsókn Harvard í gær með því að lýsa því yfir að sá tími væri liðinn sem stofnanir eins og Harvard gætu „verið á spenanum“ hjá alríkisstjórninni. Harvard fær um níu milljarða dollara á ári frá alríkisstjórninni en það fé rennur að mestu leyti til vísindarannsókna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska alríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum stöðvað aragrúa vísindarannsókna, á öllu frá smitsjúkdómum til loftsbreytinga, ýmist með stórfelldum niðurskurði hjá alríkisstofnunum eða með banni við að þær styðji verkefni sem ganga frá pólitískri hugmyndafræði núverandi valdhafa. Bandaríkin Háskólar Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Alan M. Garber, forseti Harvard-háskóla, tilkynnti um málsóknina í bréfi til háskólasamfélagsins í gær. Þar sagði hann ákvörðun ríkisstjórnar repúblikana um fyrsta um tveggja milljarða dollara fjárveitingar til skólans ógna nauðsynlegum rannsóknum á sjúkdómum. Alríkisstjórnin frysti greiðslurnar í síðustu viku eftir að Garber neitaði að beygja sig í duftið, ólíkt stjórnendum margra annarra bandarískra háskóla, undan kröfum hennar um að hann breytti stjórnarháttum sínum, mannaráðningum og inntökuskilyrðum eftir geðþótta hennar. „Afleiðingar þessa ofríkis ríkisstjórnarinnar verða alvarlegar og langvarandi,“ skrifaði Garber í bréfi sínu í gær. Nefndi hann sérstaklega skaðleg áhrif á rannsóknir á krabbameini í börnum, Alzheimers og Parkinsons. Skólinn byggir stefnu sína meðal annars að því að ríkisstjórnin traðki á stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Fjárveitingarnar hefðu verið frystar til þess að þvinga skólann til veita alríkisstjórninni stjórn á akademískum ákvörðunum við Harvard. Fleiri en hundrað forsetar háskóla og annarra æðri menntastofnana, þar á meðal Princeton-háskóla, skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu sem birtist í dag þar sem þeir lýstu aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn Harvard og öðrum skólum sem fordæmalausu ofríki og pólitískum afskiptum sem ógnuðu æðri menntun í landinu. Hótað enn frekari skerðingum og refsiaðgerðum Ríkisstjórn repúblikana hefur sakað bandaríska háskóla um að gera ekki nóg til þess að uppræta gyðingaandúð innan veggja sinna. Vísar hún til tíðra mótmæla gegn hernaði Ísraela á Gasa á bandarískum háskólasvæðum síðasta eina og hálfa árið. Á meðal þess sem ríkisstjórnin krafðist af Harvard var að skólastjórnendur tilkynntu yfirvöldum um nemendur sem væru á móti „bandarískum gildum“. Þá vildu ríkisstjórnin fá að hafa áhrif á námskrár í skólanum. Nokkrir aðrir háskólar hafa lúffað undan sambærilegum kröfum alríkisstjórnarinnar. Harvard, stöndugasti háskóli Bandaríkjanna, var fyrsti skólinn sem neitaði að láta undan. Fyrir vikið hefur alríkisstjórnin hótað því að skerða fjárveitingar til hans enn frekar og að svipta hann skattfrelsi. Þá gæti honum verið bannað að taka við erlendum nemendum. Hvíta húsið brást við málsókn Harvard í gær með því að lýsa því yfir að sá tími væri liðinn sem stofnanir eins og Harvard gætu „verið á spenanum“ hjá alríkisstjórninni. Harvard fær um níu milljarða dollara á ári frá alríkisstjórninni en það fé rennur að mestu leyti til vísindarannsókna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska alríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum stöðvað aragrúa vísindarannsókna, á öllu frá smitsjúkdómum til loftsbreytinga, ýmist með stórfelldum niðurskurði hjá alríkisstofnunum eða með banni við að þær styðji verkefni sem ganga frá pólitískri hugmyndafræði núverandi valdhafa.
Bandaríkin Háskólar Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55
Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42
Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09