Reynir, skólar og kristniboð 24. nóvember 2006 05:45 Umræðan um Vinaleiðina heldur áfram og er á margan hátt holl og góð, en þó ekki allt sem þar er sagt. Reynir Harðarson reynir með skrifum sínum í Fréttablaðinu 20. nóvember að halda því fram að við Halldór Reynisson tölum tungum tveim og ýjar að því að við lítum á óheiðarleika sem kænsku. Með því að slíta orð úr sínu upprunalega samhengi er unnt að fá flesta til að segja hvað sem er. Sem betur fer vísar Reynir í heimild sína. Orð mín sem vitnað er í eru svar við spurningunni: „Hvað er trúboð?" Þar leitast ég við að svara henni og þar sem ég tala um Þjóðkirkjuna er ég að tala um starf hennar sem unnið er alfarið á hennar forsendum, eins og kemur fram í þeim orðum sem vitnað er í. Kirkjan er boðandi samfélag. Kærleiksþjónusta kirkjunnar og kristniboðsins er unnin óháð því hver á í hlut og þar er ekki leitast við að nýta sér veikleika annarra til boðunar þó svo vissulega sé hún samkvæmt sjálfsskilningi okkar vitnisburður um kærleika Guðs. Hún er unnin á forsendum þess sem þiggur hana. Sama hefur verið sagt um Vinaleiðina og samstarf við skóla í Garðabæ, það starf er unnið á forsendum skólans en ekki kirkjunnar. Hér er því verið að tala um tvenns konar starf sem mótast af þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Fulltrúar kirkjunnar eru sér meðvitaðir og ættu að vera vel upplýstir eftir umræðu liðinna vikna um að innan skólans lúta þeir reglum hans. Ég leyfi mér í þessu sambandi að koma með aðra tilvitnun í önnur skrif mín til að leiðrétta misskilning sem virðist vera fyrir hendi: „Boðun trúarinnar og helgihaldið eru hlutverk kirkju og heimilis. Þvinguð boðun trúarinnar þar sem aðstaðan er misnotuð til boðunar ... er afar hæpin boðunaraðferð og viðbúið að fleiri skemmdir ávextir spretti af henni en heilir og góðir þegar fram í sækir. Mikilvægt er að við ávinnum okkur rétt til boðunar og þess að á okkur sé hlustað, án skilyrða og án þvingunar. Það á við hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, hér á landi eða meðal þeirra sem minnst mega sín úti í heimi. Aðeins þannig verður tekið við fagnaðarerindinu af heilu hjarta" („Réttur til að boða trúna", Bjarmi, 1. tbl., mars 2005). Reynir bendir á störf mín og hefur þörf fyrir að setja starfsheiti mitt um tíma sem skólaprestur innan gæsalappa. Sem skólaprestur var ég starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar og studdi við starf Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Ég heimsótti nokkra framhaldsskóla og tók þátt í viðburðum á vegum nemenda, kenndi á Alfa-námskeiðum í Háskóla Íslands en sinnti engum störfum á vegum skólanna sjálfra en nemendur og nemendafélög höfðu leyfi til að nýta byggingarnar fyrir sitt félagsstarf eins og aðrir. Reynir minnist einnig á Ásatrúar-menn. Reynir telur sig sjá að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti. Eitthvað minna þessi orð meira á trúboð en fræðslu. Ef hann er í Ásatrúar-félaginu er spurning hvort ekki sé ráð að hreinsa til í eigin ranni áður en taka á til hjá öðrum? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrum skólaprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Vinaleiðina heldur áfram og er á margan hátt holl og góð, en þó ekki allt sem þar er sagt. Reynir Harðarson reynir með skrifum sínum í Fréttablaðinu 20. nóvember að halda því fram að við Halldór Reynisson tölum tungum tveim og ýjar að því að við lítum á óheiðarleika sem kænsku. Með því að slíta orð úr sínu upprunalega samhengi er unnt að fá flesta til að segja hvað sem er. Sem betur fer vísar Reynir í heimild sína. Orð mín sem vitnað er í eru svar við spurningunni: „Hvað er trúboð?" Þar leitast ég við að svara henni og þar sem ég tala um Þjóðkirkjuna er ég að tala um starf hennar sem unnið er alfarið á hennar forsendum, eins og kemur fram í þeim orðum sem vitnað er í. Kirkjan er boðandi samfélag. Kærleiksþjónusta kirkjunnar og kristniboðsins er unnin óháð því hver á í hlut og þar er ekki leitast við að nýta sér veikleika annarra til boðunar þó svo vissulega sé hún samkvæmt sjálfsskilningi okkar vitnisburður um kærleika Guðs. Hún er unnin á forsendum þess sem þiggur hana. Sama hefur verið sagt um Vinaleiðina og samstarf við skóla í Garðabæ, það starf er unnið á forsendum skólans en ekki kirkjunnar. Hér er því verið að tala um tvenns konar starf sem mótast af þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Fulltrúar kirkjunnar eru sér meðvitaðir og ættu að vera vel upplýstir eftir umræðu liðinna vikna um að innan skólans lúta þeir reglum hans. Ég leyfi mér í þessu sambandi að koma með aðra tilvitnun í önnur skrif mín til að leiðrétta misskilning sem virðist vera fyrir hendi: „Boðun trúarinnar og helgihaldið eru hlutverk kirkju og heimilis. Þvinguð boðun trúarinnar þar sem aðstaðan er misnotuð til boðunar ... er afar hæpin boðunaraðferð og viðbúið að fleiri skemmdir ávextir spretti af henni en heilir og góðir þegar fram í sækir. Mikilvægt er að við ávinnum okkur rétt til boðunar og þess að á okkur sé hlustað, án skilyrða og án þvingunar. Það á við hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, hér á landi eða meðal þeirra sem minnst mega sín úti í heimi. Aðeins þannig verður tekið við fagnaðarerindinu af heilu hjarta" („Réttur til að boða trúna", Bjarmi, 1. tbl., mars 2005). Reynir bendir á störf mín og hefur þörf fyrir að setja starfsheiti mitt um tíma sem skólaprestur innan gæsalappa. Sem skólaprestur var ég starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar og studdi við starf Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Ég heimsótti nokkra framhaldsskóla og tók þátt í viðburðum á vegum nemenda, kenndi á Alfa-námskeiðum í Háskóla Íslands en sinnti engum störfum á vegum skólanna sjálfra en nemendur og nemendafélög höfðu leyfi til að nýta byggingarnar fyrir sitt félagsstarf eins og aðrir. Reynir minnist einnig á Ásatrúar-menn. Reynir telur sig sjá að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti. Eitthvað minna þessi orð meira á trúboð en fræðslu. Ef hann er í Ásatrúar-félaginu er spurning hvort ekki sé ráð að hreinsa til í eigin ranni áður en taka á til hjá öðrum? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrum skólaprestur.
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar